
Stjarnan tapaði gegn Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 3-1 en Stjarnan komst yfir snemma leiks. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 1 Stjarnan
„Við erum allir mjög svekktir, við ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg í dag."
Andri Rúnar Bjarnason kom Stjörnumönnum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik.
„Mér fannst við þurfa halda boltanum betur. Það vantaði bæði upp á varnar- og sóknarleik. Svo þarf ég líka að hrósa Valsmönnum, þeir spiluðu vel og gerðu okkur erfitt fyrir."
„Það voru ekki mörg augnablik þar sem annað liðið náði algjörum tökum á leiknum, en það er örugglega skemmtilegri fótboltaleikur fyrir þá sem eru að horfa."
Emil Atlason kom inn á en fór aftur af velli vegna meiðsla, sama gerðist gegn Breiðabliki í síðasta leik Stjörnunnar fyrir viðureign kvöldsins.
„Þetta eru sömu meiðsli, hann er betri í dag en hann var þá og hefði getað klárað. Ég er ekki þannig að ég vilji fórna mönnum til lengri tíma fyrir einstaka leiki," segir Jökull en hann telur að Emil muni ekki vera lengi frá.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir