City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   þri 01. júlí 2025 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Óskar Borgþórsson er kominn í Víking.
Óskar Borgþórsson er kominn í Víking.
Mynd: Víkingur
„Mér líður mjög vel með það, mjög spenntur að spila í Víkinni, heimavelli hamingjunnar," segir Óskar Borgþórsson, sem skrifaði undir samning við Víking í gær, en hann var keyptur frá norska félaginu Sogndal.

„Víkingur hafði mikinn áhuga á mér núna og aðeins í apríl, mér leist mjög vel á það, var ekki að fá að spila nóg úti og sá mikla möguleika í því að koma í Víking, sýna mig og gera vel. Mig langaði að fara frá Sogndal, fá að spila fótbolta og sýna hvað ég get."

Óskar lék einungis um 150 mínútur með Sogndal fyrri hluta tímabilsins, kom einungis inn á í síðustu sjö leikjum sínum hjá félaginu. Hann fær ekki leikheimild með Víkingi fyrr en 17. júlí og fyrsti leikur eftir það er stórleikur gegn Val þann 20. júlí.

„Mig langar að afreka allt sem er hægt að afreka, vinna deildina og komast í Sambandsdeildina. Það er markmið númer eitt, tvö og þrjú. Næstu vikur fara í að æfa á fullu með Víkingi, koma mér á fullu inn í þetta, kynnast liðsfélögunum og vera hamingjusamur í Víkinni."

„Ég elska að taka menn á, elska að skjóta, góður og áræðinn leikmaður. Mér líður best á kantinum, skiptir ekki máli hvort það sé vinstri eða hægri."


Víkingur sýndi Óskari áhuga 2023 þegar hann fór til Noregs. Víkingur reyndi svo aftur að fá hann í vetrarglugganum í ár. „Það er alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi."

„Ég er ótrúlega spenntur að spila í Víkinni, það verður ótrúlega gaman," segir Óskar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner