Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 01. ágúst 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjalti Sig snýr heim í KR
Hjalti Sigurðsson er á heimleið.
Hjalti Sigurðsson er á heimleið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hjalti Sigurðsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Leikni í Breiðholti en hann mun ganga í raðir KR fyrir næsta tímabil samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Þessi fjölhæfi 23 ára leikmaður getur leikið bæði á vörn og á miðju en hann hefur alls tekið þátt í sex tímabilum með Leikni. Upphaflega kom hann á láni frá KR, sem er hans uppeldisfélag.

Hjalti hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili þar sem hann er farinn út í nám. Hann mun því ekki hjálpa Leikni frekar en liðið berst um að halda sæti sínu í Lengjudeildinni.

KR-ingar hafa verið að vinna í því að endurheimta uppalda leikmenn sem hafa verið að spila annars staðar. Mikið hefur verið fjallað um að Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson séu á leið aftur í Vesturbæinn frá FH.

Þá hefur KR rætt við Óliver Dag Thorlacius, leikmann Fjölnis, en það hefur Fótbolti.net fengið staðfest. Hann er einnig uppalinn hjá KR-ingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner