Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fös 01. nóvember 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gervigras verði komið upp í Vestmannaeyjum næsta maí
Frá Hásteinsvelli í Vestmanneyjum.
Frá Hásteinsvelli í Vestmanneyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason, nýráðinn þjálfari ÍBV, hér til vinstri.
Þorlákur Árnason, nýráðinn þjálfari ÍBV, hér til vinstri.
Mynd: ÍBV
Eins og við sögðum frá í gær, þá stefna tíu lið af tólf í Bestu deildinni á að spila á gervigrasi næsta sumar. Þar á meðal er ÍBV en það á að leggja gervigras á Hásteinsvöll fyrir næsta tímabil.

Fram kemur hjá Morgunblaðinu í dag að fyrsta skóflustungan að breyttu undirlagi hafi verið tekin í dag en um mikil tímamót er að ræða í Vestmannaeyjum.

Þorlákur Árnason, nýráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag og fór þar yfir vallarmálin í Eyjum.

„Mér er sagt að völlurinn eigi að vera tilbúinn í maí en ég hef smá áhyggjur miðað við að það var líka þannig hjá Vestra," sagði Þorlákur.

„Þarf þetta ekki vera þurrt í einhverjar vikur?"

Tómas Þór Þórðarson tók þá til máls og sagði: „Þetta verður bara í lok júní. Hvar ætlið þið að spila heimaleikina ykkar?"

„Maður getur verið í Herjólfi fyrstu tvo mánuðina," sagði Þorlákur léttur en þetta mun bæta aðstöðuna hjá ÍBV til muna.

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Láka í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Láki og leikurinn stóri
Athugasemdir
banner
banner
banner