Hildur Antonsdóttir skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hún kom Íslandi í 1-0 af harðfylgi í 2-1 sigri Íslands á Wales í Þjóðardeild Evrópu í kvöld. Sigur sem tryggði Íslandi sæti í umspili um áframhaldandi veru í A-deild og mikilvægið eftir því.
Lestu um leikinn: Wales 1 - 2 Ísland
„Þetta var mjög góður sigur, alvöru baráttusigur, Við töluðum um það fyrir þetta verkefni að við ætluðum að vera með islensku geðveikina sem mér fannst við nota í þessum leik.“
Hugarfarið var lykilatriði í leik kvöldsins eftir brokkgengt gengi að undanförnu. Leikur liðsins var erfiður framan af en liðinu tókst þrátt fyrir það að landa sigri.
„Við vorum búin að vera að vinna í því síðasta glugga og ætluðum að halda því áfram og taka það upp á næsta stig.-“ Sagði Hildur og bætti við um erfiðleika liðsins í upphafi leiks.
„Við' vorum búin að tala um að vera með hugann á réttum stað en vorum ekki alveg með það, Við vorum stressaðar og þorðum ekki að halda í boltann, Eftir að við skorum fyrsta markið þá kemur það aðeins meira og í seinni hálfleik fannst mér það ganga mun betur.“
Hildur gerði eins og áður segir fyrsta mark leiksins og þar með sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland. Um markið sagði hún.
„Ég sá bara að boltinn var laus í teignum og henti mér á hann og potaði honum inn. Ég ætlaði alltaf að ná honum, þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann.“
Sagði Hildur en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir