Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
   fös 01. desember 2023 22:41
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Hildur Antonsdóttir í leiknum.
Hildur Antonsdóttir í leiknum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildur Antonsdóttir skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hún kom Íslandi í 1-0 af harðfylgi í 2-1 sigri Íslands á Wales í Þjóðardeild Evrópu í kvöld. Sigur sem tryggði Íslandi sæti í umspili um áframhaldandi veru í A-deild og mikilvægið eftir því.

Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Þetta var mjög góður sigur, alvöru baráttusigur, Við töluðum um það fyrir þetta verkefni að við ætluðum að vera með islensku geðveikina sem mér fannst við nota í þessum leik.“

Hugarfarið var lykilatriði í leik kvöldsins eftir brokkgengt gengi að undanförnu. Leikur liðsins var erfiður framan af en liðinu tókst þrátt fyrir það að landa sigri.

„Við vorum búin að vera að vinna í því síðasta glugga og ætluðum að halda því áfram og taka það upp á næsta stig.-“ Sagði Hildur og bætti við um erfiðleika liðsins í upphafi leiks.

„Við' vorum búin að tala um að vera með hugann á réttum stað en vorum ekki alveg með það, Við vorum stressaðar og þorðum ekki að halda í boltann, Eftir að við skorum fyrsta markið þá kemur það aðeins meira og í seinni hálfleik fannst mér það ganga mun betur.“

Hildur gerði eins og áður segir fyrsta mark leiksins og þar með sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland. Um markið sagði hún.

„Ég sá bara að boltinn var laus í teignum og henti mér á hann og potaði honum inn. Ég ætlaði alltaf að ná honum, þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann.“

Sagði Hildur en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner