Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
   fös 01. desember 2023 22:54
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Karólína Lea í leik kvöldsins
Karólína Lea í leik kvöldsins
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gleðin var ósvikinn hjá liði Íslands eftir dýrmætan 2-1 sigur liðsins á Wales í kvöld, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikmaður Íslands lét bíða eftir sér í viðtal enda upptekin við að fagna í klefanum syngjandi Eurovision slagarann This is my life með liðinu í klefanum að leik loknum. Brosmild og kát mætti hún þó í viðtal og játaði ástæður tafarinnar.

Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Það passar, það var smá partý inn í klefa. Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur.“

Um leikinn sjálfan sagði Karólína sem átti þátt í báðum mörkum Íslands.

„Wales eru mjög góðar á boltann eins og sást. Mikið að spila þríhyrninga þannig að þetta var mjög erfiður leikur. Mér fannst við geri virkilega vel hvað varðar hlaup á bakvið línu og svoleiðis þannig að þegar við vorum með boltann þá höfðum við möguleikann að setja hann afturfyrir vörn þeirra. sem hefur vantað í síðustu leikjum.“

Lið Íslands átti þó í talsverðu basli fram að fyrsta marki leiksins og óhætt að segja að það hafi í raun komið gegn gangi leiksins. Mikill léttir að ná að skora fyrsta markið?

„Það er alltaf léttir að skora. Við erum oft góðar í að skora upp úr engu en það var gríðarlega sætt að sjá hann inni þarna og vel gert hjá Hildi að fylgja á eftir boltanum. “

Eftir brasið í fyrri hálfleik náði lið Íslands þó ögn betri tökum í þeim síðari og betra valdi á leiknum.

„Þær breyttu eitthvað aðeins en voru samt enn góðar á boltann og erfitt að verjast þeim. En við vorum þéttar fyrir í síðari hálfleik og sigldum þessu heim.“

Sagði Karólína en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

„“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner