Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer stóð svo sannarlega við stóru orðin þegar hann sagði við Morgan Rogers, leikmann Aston Villa, að hann yrði besti maður vallarins í leik Chelsea og Aston Villa um helgina.
Palmer og Rogers eru góðir félagar en þeir ræddu aðeins saman á Snapchat fyrir leik helgarinnar.
„Engin mörk gegn Villa,“ skrifaði Rogers til Palmer á fimmtudag og svaraði Palmer. „Verðlaunin fyrir besta mann leiksins koma heim með mér,“ svaraði Palmer.
Palmer kokhraustur en stóð við orð sín. Hann skoraði og lagði upp í 3-0 sigri á Villa og var valinn besti maður leiksin, en hann birti síðan mynd af samtali hans og Rogers ásamt verðlaununum sem maður leiksins.
???????? Cole Palmer told Aston Villa's Morgan Rogers that he would be named Player of the Match against them on Friday. pic.twitter.com/xMobOWQMX9
— CentreGoals. (@centregoals) December 1, 2024
Athugasemdir