Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   sun 01. desember 2024 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Palmer birtir samtal milli hans og Rogers - Stóð við stóru orðin
Cole Palmer
Cole Palmer
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer stóð svo sannarlega við stóru orðin þegar hann sagði við Morgan Rogers, leikmann Aston Villa, að hann yrði besti maður vallarins í leik Chelsea og Aston Villa um helgina.

Palmer og Rogers eru góðir félagar en þeir ræddu aðeins saman á Snapchat fyrir leik helgarinnar.

„Engin mörk gegn Villa,“ skrifaði Rogers til Palmer á fimmtudag og svaraði Palmer. „Verðlaunin fyrir besta mann leiksins koma heim með mér,“ svaraði Palmer.

Palmer kokhraustur en stóð við orð sín. Hann skoraði og lagði upp í 3-0 sigri á Villa og var valinn besti maður leiksin, en hann birti síðan mynd af samtali hans og Rogers ásamt verðlaununum sem maður leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner