Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   sun 01. desember 2024 19:11
Brynjar Ingi Erluson
Slot: Svona á þetta að vera
Arne Slot
Arne Slot
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Arne Slot, stjóri Liverpool, var í skýjunum með frammistöðu liðsins í 2-0 sigrinum á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool vann nokkuð sannfærandi sigur á Man City. Liðið var með mikla yfirburði og skoraði tvö góð mörk, en fór einnig illa með góð færi sem hefði getað gert út um leikinn.

„Vinnuframlagið var fullkomið. Við klúðruðum mörgum færum sem varð til þess að það varð mjótt á mununum í lokin, en kannski er það bara fínt í svona leikjum. Svona á þetta að vera, en það hefði verið betri að skora seinna markið aðeins fyrr.“

„Við pressum alltaf hátt en þeir eru bara svo góðir að byggja upp sóknir. Þú verður að leggja mikið á þig og okkar leikmenn voru með þessa orku. Áhorfendur voru eins og leikmennirnir, algerlega frábærir.“

„Þeir gera þér alltaf erfitt fyrir svona miðað svona hvernig þeir stilla sér upp. Þetta er ekki bara upstillingin. Í níu af tíu skiptum eru það gæði leikmanna. Við höfum líka nokkra gæðaleikmenn.“

„Við erum samkeppnishæft lið og það er erfitt að vinna okkur, en við verðum samt að leggja okkur fram. Það eru meiðsli í hópnum og við þurftum að taka Trent af velli. Það hefði verið áhætta, en þetta eru þær áskoranir sem við erum að mæta. Öll lið þurfa að mæta þessum áskorunum yfir tímabilið.“


Slot segir að til þess að vinna Man City þarf liðið að spila fullkomnan leik, en hann segir að hans lið hafi verið mjög nálægt fullkomnun í þessum leik.

„Ef þú vilt vinna Manchester City þarftu að vera fullkominn á öllum sviðum leiksins. Hápressa, lágpressa og í uppspili. Þeir búa til svo mikið af vandræðum fyrir þig. Við vorum nálægt fullkomnun, en við vorum ekki fullkomnir. Það er eina leiðin til að vinna gæðalið eins og Man City.“

„Ég held að enginn og ég meðtalinn hefðum ekki getað spáð fyrir um þetta. Ég veit að Klopp skildi liðið eftir á góðum stað, en samt að vinna svona marga leiki með öll þessi erfiðu lið sem við höfum spilað við er eitthvað sem ekki var hægt að spá fyrir um í byrjun tímabils.“


Hollendingurinn er ánægður með byrjun tímabilsins en að liðið megi ekki stíga af bensíngjöfinni. Liverpool er nú með níu stiga forystu á toppnum og ellefu stiga forystu á Man City.

„Ég sá Arsenal í gær og Chelsea í dag. Ég sá líka Man City. Þeir koma til baka því þessi lið eru með svo mikil gæði. Þeir gætu komist á sama skrið og við, þannig við þurfum að vera einbeittir og skarpir,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner