Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. janúar 2023 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp útskýrir hvers vegna fyrirliðinn er ekki í hóp
Jordan Henderson.
Jordan Henderson.
Mynd: EPA
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er ekki með liðinu gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hægt er að skoða byrjunarliðin með því að smella hérna.

Henderson er að glíma við heilahristing og getur þess vegna ekki spilað; þess vegna er hann ekki í hóp.

„Jordan er með heilahristing. Það er þess vegna eðlilegt að hann sé ekki með í dag. Þetta er ekki risastórt vandamál en við fylgjum alltaf reglum."

„Hann var ekki alveg 100 prósent svo við fylgjum reglunum. Hann verður tilbúinn í næsta leik en ekki í þennan," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.

Leikur Brentford og Liverpool hefst núna klukkan 17:30.
Athugasemdir
banner
banner