Cody Gakpo er ekki í leikmannahópi Liverpool gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:30 þar sem það er frídagur í Bretlandi.
Gakpo, sem var keyptur til Liverpool frá PSV Eindhoven á dögunum, er ekki kominn með atvinnuleyfi enn sem komið er og getur því ekki spilað.
Gakpo, sem var keyptur til Liverpool frá PSV Eindhoven á dögunum, er ekki kominn með atvinnuleyfi enn sem komið er og getur því ekki spilað.
Frá leiknum gegn Leicester fyrir áramót gerir Jurgen Klopp þrjár breytingar. Joel Matip og Andy Robertson fara á bekkinn en fyrirliðinn Jordan Henderson er utan hóps. Hann átti ekki góðan leik gegn Leicester en er nú líklega að glíma við einhver meiðsli.
Hjá Brentford er Ivan Toney ekki með vegna meiðsla. Það var búist við því að hann gæti náð leiknum en svo er ekki.
Byrjunarlið Brentford: Raya; Jorgensen, Pinnock, Mee; Roerslev, Janelt, Norgaard, Jensen, Henry; Wissa, Mbeumo.
(Varamenn: Strakosha, Canos, Dasilva, Ghoddos, Lewis-Potter, Damsgaard, Bech Sorensen, Crama, Trevitt)
Byrjunarlið Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Tsimikas; Elliott, Fabinho, Thiago; Salah, Nunez, Oxlade-Chamberlain.
(Varamenn: Kelleher, Gomez, Keita, Jones, Robertson, Carvalho, Matip, Bajcetic, Phillips)
Óskar Smári spáir í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Athugasemdir