Tveir úr fjórum liðum
Úrvalslið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni er komið úr prentun. Garth Crooks, sérfræðingur BBC, horfði á alla leikina um helgina og telur þetta vera bestu menn helgarinnar.
Markvörður: David de Gea (Man Utd) - Varði mark liðsins frábærlega í erfiðum leik gegn Úlfunum á útivelli. Wolves verður erfitt við að eiga undri stjórn Lopetegui en það er Man Utd líka þegar De Gea er heitur. Varð frábærlega aukaspyrnu Ruben Neves og kom svo í veg fyrir að Jimenez kæmi boltanum í netið. Rashford fær fyrirsagnirnar en De Gea var frábær.
Varnarmaður: Ethan Pinnock (Brentford) - Fékk að heyra það frá Crooks fyrir frammistöðuna gegn Aston Villa í októer en Thomas Frank hefur haldið áfram að velja hann í liðið. Úrslitin hjá Brentford hafa farið batnandi og stjórar hafa bara trú á leikmönnum sem þeir geta treyst. Var mjög góður í sigrinum á West Ham.
Varnarmaður: Thiago Silva (Chelsea) - Var ein af ástæðunum fyrir því að Chelsea tapaði ekki gegn Forest. Hann sýndi yfirvegun og sá til þess að Chelsea þraukaði út seinni hálfleikinn. Hann spilar leikinn á öðrum hraða en aðrir: sínum eigin hraða - og ekkert kemur honum úr sínum leik. Hann er með gífurlega reynslu og hefur spilað með mörgum af bestu leikmönnum síðasta áratugs, er með þekkinguna sem til þarf. Hann smellpassar alltaf í þau lið sem hann spilar með.
Varnarmaður: Luke Shaw (Man Utd) - Crooks vissi að Shaw væri snöggur en hann hafði ekki séð varnarmanninn spila eins og hann hefur gert í miðverðinum. Man Utd hélt hreinu gegn Wolves og hefur núna gert það tvo leiki í röð.
Miðjumaður: Martin Ödegaard (Arsenal) - Ödegaard er að blómstra þessa dagana, sumir tala um besta norska leikmann deildarinnar... Hann er að taka þátt í miklu ævintýri hjá Arsenal og sýnir leiðtogahæfileika meðfram gæðunum. Frammistaða hans gegn Brighton sýnir hversu langt Arsenal hefur náð með hann sem fyrirliða.
Miðjumaður: Eberechi Eze (Crystal Palace) - Það tók ekki langan tíma fyrir Vieira að ná mönnum aftur í gang eftir skellinn gegn Fulham. Allt annað lið mætti til leiks gegn Bournemouth. Eze var maðurinn og átti mark hans stóran þátt í sigrinum. Ef Eze nær að halda sér heilum og nær að fá mörk út úr hæfileikum sínum á vellinum þá getur þessi strákur spilað í einu af topp fjóru liðunum.
Athugasemdir