Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   mán 08. desember 2025 14:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍBV hefur mikinn áhuga á Túfa - „Tel hann ansi líklegan"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
ÍBV hefur, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, mikinn áhuga á því að ráða Srdjan Tufegdzic sem þjálfara liðsins en formlegar viðræður milli félagsins og Túfa eru ekki farnar af stað.

ÍBV er í þjálfaraleit eftir að Þorlákur Árnason sagði óvænt upp í síðustu viku. Ástæðan sem hann gaf upp fyrir ákvörðun sinni var sú að Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri fótboltadeildarinnar.

Túfa er án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Val eftir tímabilið 2025. Rætt var um Túfa og þjálfaraleitina í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Sem betur fer held ég að það séu mjög spennandi þjálfarar á lausu sem ÍBV getur ráðið. Mér finnst að ÍBV eigi að setja ennþá meiri kraft í að fylkjast á bakvið þann þjálfara með leikmannakaupum og koma með alvöru lið inn í deildina á næsta ári," sagði Baldur Sigurðsson.

„Dóri Árna og Túfa eru t.d. á lausu. Á listanum voru líka einhver nöfn sem eru í starfi, ég á erfitt með að sjá ÍBV kaupa einhvern þjálfara út. Ég sé Túfa t.d. koma mjög sterkur inn í svona starf. Svo má alltaf leita í yngri þjálfara," bætti Baldur við.

„Þegar ég heyrði Túfa þá hugsaði ég að ég sæi þetta alveg fyrir mér, að hann væri klár í þetta. Ég tel hann ansi líklegan," sagði Elvar Geir.
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Athugasemdir
banner
banner