Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   þri 02. janúar 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafrún Rakel: Toppbarátta og möguleiki á Meistaradeildarsæti heillar mest
Kvenaboltinn
Ég get ekki beðið eftir því að byrja
Ég get ekki beðið eftir því að byrja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Þetta hefði ekki getað verið betra
Þetta hefði ekki getað verið betra
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þá fannst mér alltaf rétt að vera áfram á Íslandi
Þá fannst mér alltaf rétt að vera áfram á Íslandi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það á alveg svolítið langan aðdraganda. Ég heyrði fyrst frá þeim í sumar, vildi klára tímabilið með Breiðabliki og þeir höfðu svo samband eftir tímabilið. Ég hugsaði þetta vel og á endanum leist mér best á það. Ég get ekki beðið eftir því að byrja," sagði Hafrún Rakel Halldórsdóttir við Fótbolta.net í síðasta mánuði.

Hafrún skrifaði undir hjá danska félaginu Bröndby og þar hittir hún fyrir Kristínu Dís Árnadóttur en þær léku saman hjá Breiðabliki tímabilin 2020 og 2021. Hafrún er 21 árs og hefur verið í lykilhlutverki hjá Blikum frá komu sinni frá Aftureldingu eftir tímabilið 2019.

„Heldur betur. Við erum búnar að vera í miklum samskiptum með þetta og mér líst ótrúlega vel á þetta. Það voru ýmsir aðrir kostir í boði og ég hugsaði þetta alveg mjög vel. Á endanum fannst mér þetta besti kosturinn. Það kom alveg til greina að vera áfram á Íslandi. Ég ætlaði að skoða allt. Það sem heillar mest er að þær eru í toppbaráttu og þær eiga möguleika á því að fara í Meistaradeildina."

„Það hefur alveg verið möguleiki á því (að fara út), en þá fannst mér alltaf rétt að vera áfram á Íslandi. Sérstaklega eftir meiðslin vildi ég taka eitt tímabil í viðbót á Íslandi og gera það með stæl."


Hvernig er danskan? „Hún er ekki góð. Ég var í dönsku í grunnskóla en það er allt farið. Ég þarf að byrja upp á nýtt."

Hafrún missti af nánast öllu tímabilinu 2022 vegna meiðsla en hún ristarbrotnaði þá um vorið.

„Það gekk nokkuð vel að koma til baka, ég hélst alveg heil eftir þau meiðsli og hef ekkert misst úr."

Breiðablik endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar og í 2. sæti Mjólkurbikarsins.

„Allt í lagi tímabil. Það kom svolítil brekka eftir bikarúrslitaleikinn, en við náðum sem betur fer að halda okkur í Meistaradeildarsæti sem er bara flott.".

Smá blendnar tilfinningar eftir lokaflautið
Tímabilið hjá Hafrúnu var langt því það framlengdist fram í desember vegna landsliðsverkefna. Kom upp einhver þreyta?

„Það er alveg svolítil þreyta. Það er fínt að fá smá hvíld núna, svo tekur við hlaupaprógram og ég kem inn í hlutina í janúar."

„Mér fannst desemberverkefnið geggjað, það var ótrúlega vel gert að vinna Wales og Dani og komast í umspilið. Þetta hefði ekki getað verið betra."


Hafrún lék síðustu 20 mínúturnar í sigrinum á Danmörku. Hvernig var tilfinningin að fagna sigri í Danmörku sem varð til þess að Danir náðu ekki sínu markmiði?

„Það var alveg sætt, var svolítið hrædd... er að fara til Danmerkur," sagði Hafrún og brosti. „Ég verð að eignast vini þar líka. En þetta var bara geggjað."

Vill fá að vera með í sókninni
Hafrúnu langar að vinna tvöfalt með Bröndby og ná Meistaradeildarsæti. Bröndby er á toppi deildarinnar og í 8-liða úrslitum bikarsins. Næstu leikir fara fram í byrjun mars.

Hún getur leyst margar stöður á vellinum. En hver er hennar besta staða?

„Þetta er erfið spurning sem ég fæ oft. Mér er eiginlega alveg sama. Mér finnst mjög gaman á kantinum; gaman að fá að vera með í sókninni. En svo þegar ég er í bakverðinum fæ ég oftast að vera aðeins með í sókninni."
Athugasemdir