Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
Jón Þór: Eina skilyrðið sem ég setti fyrir að leyfa þessa skó var svona mark
Viktor Jóns: Loksins skorar hann
Tryggvi Hrafn: Þegar þeir skora koðnum við niður
Kjartan Henry: Það er engin klisja
Dóri Árna: Vorkenni því fólki sem greiddi sig inn á völlinn
Reynir að þakka traustið - „Heimir lætur okkur æfa alveg nóg"
Steini Eiðs: Óþarfa stress miðað við yfirburðina í leiknum
Viðar Örn: Barnalegt af mér að vera spila fyrstu 4-5 leikina
Ómar Ingi: Held að allir hafi séð nema Vilhjálmur að þetta hafi farið í hendina
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
„Djuric is back"
Rúnar Kristins: Lífsnauðsynlegur sigur
Arnar Gunnlaugs eftir stórsigur: Finnst eins og sumarið sé að byrja
   þri 02. janúar 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafrún Rakel: Toppbarátta og möguleiki á Meistaradeildarsæti heillar mest
Ég get ekki beðið eftir því að byrja
Ég get ekki beðið eftir því að byrja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Þetta hefði ekki getað verið betra
Þetta hefði ekki getað verið betra
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þá fannst mér alltaf rétt að vera áfram á Íslandi
Þá fannst mér alltaf rétt að vera áfram á Íslandi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það á alveg svolítið langan aðdraganda. Ég heyrði fyrst frá þeim í sumar, vildi klára tímabilið með Breiðabliki og þeir höfðu svo samband eftir tímabilið. Ég hugsaði þetta vel og á endanum leist mér best á það. Ég get ekki beðið eftir því að byrja," sagði Hafrún Rakel Halldórsdóttir við Fótbolta.net í síðasta mánuði.

Hafrún skrifaði undir hjá danska félaginu Bröndby og þar hittir hún fyrir Kristínu Dís Árnadóttur en þær léku saman hjá Breiðabliki tímabilin 2020 og 2021. Hafrún er 21 árs og hefur verið í lykilhlutverki hjá Blikum frá komu sinni frá Aftureldingu eftir tímabilið 2019.

„Heldur betur. Við erum búnar að vera í miklum samskiptum með þetta og mér líst ótrúlega vel á þetta. Það voru ýmsir aðrir kostir í boði og ég hugsaði þetta alveg mjög vel. Á endanum fannst mér þetta besti kosturinn. Það kom alveg til greina að vera áfram á Íslandi. Ég ætlaði að skoða allt. Það sem heillar mest er að þær eru í toppbaráttu og þær eiga möguleika á því að fara í Meistaradeildina."

„Það hefur alveg verið möguleiki á því (að fara út), en þá fannst mér alltaf rétt að vera áfram á Íslandi. Sérstaklega eftir meiðslin vildi ég taka eitt tímabil í viðbót á Íslandi og gera það með stæl."


Hvernig er danskan? „Hún er ekki góð. Ég var í dönsku í grunnskóla en það er allt farið. Ég þarf að byrja upp á nýtt."

Hafrún missti af nánast öllu tímabilinu 2022 vegna meiðsla en hún ristarbrotnaði þá um vorið.

„Það gekk nokkuð vel að koma til baka, ég hélst alveg heil eftir þau meiðsli og hef ekkert misst úr."

Breiðablik endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar og í 2. sæti Mjólkurbikarsins.

„Allt í lagi tímabil. Það kom svolítil brekka eftir bikarúrslitaleikinn, en við náðum sem betur fer að halda okkur í Meistaradeildarsæti sem er bara flott.".

Smá blendnar tilfinningar eftir lokaflautið
Tímabilið hjá Hafrúnu var langt því það framlengdist fram í desember vegna landsliðsverkefna. Kom upp einhver þreyta?

„Það er alveg svolítil þreyta. Það er fínt að fá smá hvíld núna, svo tekur við hlaupaprógram og ég kem inn í hlutina í janúar."

„Mér fannst desemberverkefnið geggjað, það var ótrúlega vel gert að vinna Wales og Dani og komast í umspilið. Þetta hefði ekki getað verið betra."


Hafrún lék síðustu 20 mínúturnar í sigrinum á Danmörku. Hvernig var tilfinningin að fagna sigri í Danmörku sem varð til þess að Danir náðu ekki sínu markmiði?

„Það var alveg sætt, var svolítið hrædd... er að fara til Danmerkur," sagði Hafrún og brosti. „Ég verð að eignast vini þar líka. En þetta var bara geggjað."

Vill fá að vera með í sókninni
Hafrúnu langar að vinna tvöfalt með Bröndby og ná Meistaradeildarsæti. Bröndby er á toppi deildarinnar og í 8-liða úrslitum bikarsins. Næstu leikir fara fram í byrjun mars.

Hún getur leyst margar stöður á vellinum. En hver er hennar besta staða?

„Þetta er erfið spurning sem ég fæ oft. Mér er eiginlega alveg sama. Mér finnst mjög gaman á kantinum; gaman að fá að vera með í sókninni. En svo þegar ég er í bakverðinum fæ ég oftast að vera aðeins með í sókninni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner