Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   þri 02. janúar 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafrún Rakel: Toppbarátta og möguleiki á Meistaradeildarsæti heillar mest
Kvenaboltinn
Ég get ekki beðið eftir því að byrja
Ég get ekki beðið eftir því að byrja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Þetta hefði ekki getað verið betra
Þetta hefði ekki getað verið betra
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þá fannst mér alltaf rétt að vera áfram á Íslandi
Þá fannst mér alltaf rétt að vera áfram á Íslandi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það á alveg svolítið langan aðdraganda. Ég heyrði fyrst frá þeim í sumar, vildi klára tímabilið með Breiðabliki og þeir höfðu svo samband eftir tímabilið. Ég hugsaði þetta vel og á endanum leist mér best á það. Ég get ekki beðið eftir því að byrja," sagði Hafrún Rakel Halldórsdóttir við Fótbolta.net í síðasta mánuði.

Hafrún skrifaði undir hjá danska félaginu Bröndby og þar hittir hún fyrir Kristínu Dís Árnadóttur en þær léku saman hjá Breiðabliki tímabilin 2020 og 2021. Hafrún er 21 árs og hefur verið í lykilhlutverki hjá Blikum frá komu sinni frá Aftureldingu eftir tímabilið 2019.

„Heldur betur. Við erum búnar að vera í miklum samskiptum með þetta og mér líst ótrúlega vel á þetta. Það voru ýmsir aðrir kostir í boði og ég hugsaði þetta alveg mjög vel. Á endanum fannst mér þetta besti kosturinn. Það kom alveg til greina að vera áfram á Íslandi. Ég ætlaði að skoða allt. Það sem heillar mest er að þær eru í toppbaráttu og þær eiga möguleika á því að fara í Meistaradeildina."

„Það hefur alveg verið möguleiki á því (að fara út), en þá fannst mér alltaf rétt að vera áfram á Íslandi. Sérstaklega eftir meiðslin vildi ég taka eitt tímabil í viðbót á Íslandi og gera það með stæl."


Hvernig er danskan? „Hún er ekki góð. Ég var í dönsku í grunnskóla en það er allt farið. Ég þarf að byrja upp á nýtt."

Hafrún missti af nánast öllu tímabilinu 2022 vegna meiðsla en hún ristarbrotnaði þá um vorið.

„Það gekk nokkuð vel að koma til baka, ég hélst alveg heil eftir þau meiðsli og hef ekkert misst úr."

Breiðablik endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar og í 2. sæti Mjólkurbikarsins.

„Allt í lagi tímabil. Það kom svolítil brekka eftir bikarúrslitaleikinn, en við náðum sem betur fer að halda okkur í Meistaradeildarsæti sem er bara flott.".

Smá blendnar tilfinningar eftir lokaflautið
Tímabilið hjá Hafrúnu var langt því það framlengdist fram í desember vegna landsliðsverkefna. Kom upp einhver þreyta?

„Það er alveg svolítil þreyta. Það er fínt að fá smá hvíld núna, svo tekur við hlaupaprógram og ég kem inn í hlutina í janúar."

„Mér fannst desemberverkefnið geggjað, það var ótrúlega vel gert að vinna Wales og Dani og komast í umspilið. Þetta hefði ekki getað verið betra."


Hafrún lék síðustu 20 mínúturnar í sigrinum á Danmörku. Hvernig var tilfinningin að fagna sigri í Danmörku sem varð til þess að Danir náðu ekki sínu markmiði?

„Það var alveg sætt, var svolítið hrædd... er að fara til Danmerkur," sagði Hafrún og brosti. „Ég verð að eignast vini þar líka. En þetta var bara geggjað."

Vill fá að vera með í sókninni
Hafrúnu langar að vinna tvöfalt með Bröndby og ná Meistaradeildarsæti. Bröndby er á toppi deildarinnar og í 8-liða úrslitum bikarsins. Næstu leikir fara fram í byrjun mars.

Hún getur leyst margar stöður á vellinum. En hver er hennar besta staða?

„Þetta er erfið spurning sem ég fæ oft. Mér er eiginlega alveg sama. Mér finnst mjög gaman á kantinum; gaman að fá að vera með í sókninni. En svo þegar ég er í bakverðinum fæ ég oftast að vera aðeins með í sókninni."
Athugasemdir
banner