Efstir á lista ef Guardiola hættir - Alexander-Arnold á leið til Real Madrid - Barcelona hafnaði risatilboði í Yamal - Ten Hag vill De Jong í janúar
   lau 02. febrúar 2013 14:53
Hafliði Breiðfjörð
Fótbolta.net mótið: FH fékk bronsið með sigri á ÍA
Emil Pálsson skoraði fyrra mark FH.
Emil Pálsson skoraði fyrra mark FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 0 - 2 FH:
0-1 Emil Pálsson ('33)
0-2 Björn Daníel Sverrisson ('58, víti)

FH tók bronssætið í Fótbolta.net mótinu í dag þegar liðið vann ÍA í leiknum um þrijða sætið í mótinu.

Emil Pálsson kom FH yfir eftir rúmlega hálftíma leik með góðu skoti í teignum upp í samskeytin eftir undirbúning Atla Guðnasonar.

Bæði lið fengu fínustu færi í leiknum sem var ágætlega fjörugur. Skagamenn komust næst því að skora þegar Róbert Örn Óskarsson varði glæsilega frá Bandaríkjamanninum Samuel Archer á níundu mínútu og svo aftur þegar Jón Vilhelm Ákason skaut í þverslá í lok fyrri hálfleiks.

FH-ingar bættu svo öðru marki við eftir klukkutíma leik með vítaspyrnu. Kári Árnason braut þá á Birni Daníel Sverrissyni innan teigs og Kristinn Jakobsson dæmdi víti. Björn Daníel fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi.

Lokastaðan 0 - 2 fyrir FH og að leik loknum fengu FH-ingar afhenta brons verðlaunapeninga.

Byrjunarlið ÍA:
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjðonsson - Ármann Smári Björnsson, - Kári Árnason - Guðjón Heiðar Sveinsson
Jóhannes Karl Guðjónsson - Einar Logi Einarsson
Jón Vilhelm Ákason
Andri Adolphsson - Samuel Archer - Ólafur Valur Valdimarsson

Byrjunarlið FH:
Róbert Örn Óskarsson
Guðjón Árni Antoníusson - Pétur Viðarsson - Guðmann Þórisson - Sam Tillen
Hólmar Örn Rúnarsson - Emil Pálsson
Björn Daníel Sverrisson
Ingimundur Níels Óskarsson - Kristján Gauti Emilsson - Atli Guðnason
Athugasemdir
banner
banner