Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 02. mars 2020 12:31
Elvar Geir Magnússon
Glenn sleit krossband í vetur - „Sjokk fyrir okkur og hann"
Jonathan Glenn er 32 ára.
Jonathan Glenn er 32 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn, sóknarmaður ÍBV, sleit krossband í upphafi ársins.

„Glenn meiddist í janúar í leik gegn FH. Hann bar sig samt virkilega vel, hvíldi fyrstu dagana en var svo kominn á ról og farinn að skokka. Þegar hann fór svo í myndatöku kom í ljós að aftara krossband væri slitið," segir Daníel Geir Moritz, formaður ÍBV.

„Glenn hafði æft gríðarlega vel í haust og var þetta honum og okkur mikið sjokk. Ef allt gengur að óskum tekur 3-4 mánuði að jafna sig á þessum meiðslum, svo við bíðum og sjáum en vonum það besta."

Glenn er að þjálfa yngri flokka hjá ÍBV en hann þjálfar 4. flokk kvenna og 6. flokk karla.

„Á meðan hann jafnar sig heldur að sjálfsögðu áfram í þjálfun hjá félaginu en Glenn hefur komið virkilega vel inn í þjálfun hjá ÍBV og eru miklar vonir bundnar við hann í þeim efnum í framtíðinni," segir Daníel.

ÍBV féll úr Pepsi Max-deildinni í fyrra en var á toppnum í ótímabærri 1. deildarspá í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, var gestur í þættinum en viðtalið má heyra hér að neðan.
Helgi Sig og verkefnið í Vestmannaeyjum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner