Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 02. apríl 2021 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp hissa á valinu hjá Southgate
Jürgen Klopp, stjóri LIverpool, skilur ekki að Gareth Southgate hafi sleppt því að velja Trent Alexander-Arnold í enska landsliðið í þessum mánuði.

Southgate valdi þá Kieran Tripper, Reece James og Kyle Walker í landsliðið en ekkert pláss var fyrir Alexander-Arnold.

Alexander-Arnold hefur síðustu þrjú árin fagnað góðu gengi með Liverpool og unnið ensku úrvalsdeildina, Meistaradeildina ásamt því að vera heimsmeistari félagsliða en á þessu tímabili hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir leik sinn.

Klopp skilur þó ekki val Gareth í landsliðshópinn en hann segir að Alexander-Arnold hafi átt skilið að vera valinn.

„Ég virði það að Gareth sé að taka eigin ákvarðanir en ég skil þetta ekki því Alexander-Arnold hefur verið síðustu tvö tímabil besti hægri bakvörður heims. Það er sannleikurinn og það er ótrúlegt fyrir leikmann á hans aldri," sagði Klopp.

„Ég sé ekkert að því að leikmennirnir mínir fái smá gagnrýni. Þeir geta fengið það frá mér og öðru fólki en þetta er sannleikurinn. Hann byrjaði tímabilið með Covid-19, sem er alls ekki gott en þú getur ímyndað þér að það tekur menn smá tíma að komast inn í tímabilið en eftir það var hann einn af betri leikmönnum liðsins."

„Þannig formið á honum getur ekki verið ástæðan fyrir valinu því ef þú berð saman tímabilin hjá Lionel Messi á hverju ári þá er hann ekki að spila eins og hann var að gera árið 2005 eða 2005 en hann er samt besti leikmaður heims."

„Þetta snýst um hvernig þú vilt spila og það er eitthvað sem Gareth verður að vera klár á. Hann er með Walker, sem er frábær hægri bakvörður sem getur líka spilað í miðverði, Reece James, sem er mjög hæfileikaríkur og svo var Wan-Bissaka ekki í hópnum en Tripper, sem hann þekkir betur, var þarna."

„Svona er staðan. Þetta er hans ákvörðun. Ef þú vilt spila gegn liði sem verst aftarlega þá hentar það Trent afar vel fyrir fyrirgjafir og sendingar því ég veit ekki um neinn sem getur gert það betur en hann. Hann verst mjög vel fyrir okkur líka, það er ekki aðalkosturinn hans en hann er ekki slakur í því,"
sagði Klopp ennfremur.
Athugasemdir
banner