Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fös 02. apríl 2021 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
McKennie, Dybala og Arthur utan hóps - Nágranninn gaf viðtal
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Weston McKennie, ungur bandarískur miðjumaður Juventus, hélt partý heima hjá sér og braut þannig ýmsar reglur í Covid ástandinu sem ríkir á Ítalíu.

Það mættu um 20 manns heim til McKennie og þar á meðal voru liðsfélagar hans Paulo Dybala og Arthur.

Nágranni McKennie heyrði lætin seint kvölds og hringdi því á lögreglu sem skammaði og sektaði félagana.

Juventus lítur málið alvarlegum augum og hafa leikmennirnir þrír verið sektaðir. Þar að auki eru þeir utan hóps fyrir næsta leik Juve, nágrannaslaginn gegn Torino, og gætu misst af fleiri leikjum í refsingarskyni.

„Frægir knattspyrnumenn eru ekki hafnir yfir lögin. Ég fór út í kringum 23 leytið og sá bílaröð fyrir utan húsið hans (McKennie). Þar var hópur fólks, enginn með grímur, og svo komu nokkrir leigubílar með ungar konur," sagði nágranninn sem hringdi á lögregluna í viðtali við Il Corriere della Sera.

„Ég ákvað að hringja í lögregluna þar sem gestir vanvirtu útgöngubann og fjöldatakmarkanir.

„Ég hef ekkert gegn McKennie, hann er rólegur náungi og virðist vera flottur atvinnumaður. Ég er stuðningsmaður Juventus og mér þykir þetta leitt en kannski ættu leikmenn að vera viðstaddir færri partý til að geta einbeitt sér betur á vellinum."


Sjá einnig:
Dybala, McKennie og Arthur í vandræðum
Athugasemdir
banner
banner