„Það er alltaf gott að vinna og halda hreinu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir sigur gegn Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór 0 - 3 KA
„Þetta er þriðji leikurinn sem við spilum við Þór. Þeir líta gríðarlega vel út fyrir sumarið. Ég átti von á alvöru leik eins og við fengum. Frammistaðan heilt yfir var nokkuð góð."
Meiðsli hafa verið að hrjá KA-menn á þessu undirbúningstímabili og segir Arnar að þetta hafi verið bras.
„Það er búið að vera bras á hópnum. Við erum búnir að vera fáir á æfingum," sagði Arnar en hann á ekki von á því að bæta við fleiri mönnum fyrir mót. Í gær fékk félagið úkraínskan miðvörð sem spilaði sinn fyrsta leik í kvöld. Hann kemur til KA út af stríðinu sem er í heimalandi hans um þessar mundir.
„Ég á ekki von á því... staðan er miklu betri en í síðustu viku, en það er samt dálítið í ákveðna menn. Ef það kemur eitthvað gott tækifæri, þá skoðum við það. Við vorum með annan Úkraínumann frá sama liði, en hann fór í stærri deild. Það var mjög flottur leikmaður."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir