PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   þri 02. apríl 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Entist bara þrjá mánuði í starfi
Plymouth Argyle, sem er í harðri fallbaráttu í Championship-deildinni, er búið að reka stjórann Ian Foster eftir þrjá mánuði í starfi.

Foster er fyrrum þjálfari yngri landsliða Englands og þá var hann aðstoðarmaður Steven Gerrard hjá Al-Ettifaq í Sádí-Arabíu.

Hann var ráðinn til Plymouth í byrjun janúar eftir að Steve Schumacher tók við Stoke.

Simon Hallett stjórnarformaður Plymouth sagði að Foster væri hin fullkomna ráðning þegar hann var kynntur í upphafi árs, en hann hefur greinilega skipt um skoðun.

Eftir lofandi byrjun var fljótt að fjara undan og Plymouth er einu stigi fyrir ofan fallsæti eftir átta tapleiki af síðustu ellefu í Championship-deildinni.

Í slúðurpakkanum í morgun var talað um að gamli refurinn Neil Warnock gæti tekið við liðinu út tímabilið og fengið það verkefni að bjarga því frá falli.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 19 13 4 2 50 21 +29 43
2 Middlesbrough 19 10 6 3 28 20 +8 36
3 Millwall 19 10 4 5 23 25 -2 34
4 Ipswich Town 19 8 7 4 33 19 +14 31
5 Preston NE 19 8 7 4 26 20 +6 31
6 Stoke City 19 9 3 7 26 18 +8 30
7 Bristol City 19 8 5 6 26 21 +5 29
8 Birmingham 19 8 4 7 28 23 +5 28
9 Hull City 19 8 4 7 31 34 -3 28
10 QPR 19 8 4 7 25 29 -4 28
11 Southampton 19 7 6 6 31 26 +5 27
12 Wrexham 19 6 9 4 24 21 +3 27
13 Watford 19 7 6 6 27 25 +2 27
14 Leicester 19 7 6 6 25 24 +1 27
15 Derby County 19 7 5 7 26 28 -2 26
16 West Brom 19 7 4 8 21 25 -4 25
17 Charlton Athletic 18 6 5 7 18 23 -5 23
18 Sheffield Utd 19 7 1 11 24 28 -4 22
19 Blackburn 18 6 3 9 18 23 -5 21
20 Swansea 19 5 5 9 20 27 -7 20
21 Oxford United 19 4 6 9 20 27 -7 18
22 Portsmouth 18 4 5 9 15 25 -10 17
23 Norwich 19 3 4 12 21 32 -11 13
24 Sheff Wed 18 1 5 12 14 36 -22 -10
Athugasemdir