Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 02. maí 2021 22:07
Sverrir Örn Einarsson
Sindri Kristinn: Það var klárlega hrollur í mönnum
Sindri átti góðan leik í marki Keflavíkur.
Sindri átti góðan leik í marki Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er mjög slæm. Við komum hingað til að sækja þrjú stig en það er bara gott að vera búinn með fyrsta leikinn. Það var klárlega hrollur í mönnum hérna, margir sem ekki hafa spilað í efstu deild,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur um tilfinninguna eftir 1-0 tap Keflavíkur gegn Víkingum fyrr í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

Leikurinn var kaflaskiptur hjá Keflvíkingum og um spilamennsku sinna manna sagði Sindri.

„Fyrri hálfleikur var bara hræðilegur. Það sást að það var mjög mikið stress í mönnum og ég held að við getum verið fegnir að vera búnir með þennan leik og nú er bara vegurinn upp á við.“

Joey Gibbs sem Keflvíkingar horfa á til sem síns helsta markaskorara náði ekki að skora í kvöld þrátt fyrir ágætt færi. Um hann sagði Sindri.

„Við fengum dauðafæri og Þórður varði vel. Joey GIbbs er markamaskína og hann mun klárlega skora. En hann eins og flestir aðrir þarf að ná hrollinum úr sér.“

Keflavík á heimaleik næst gegn Stjörnunni. Verða menn búnir að ná úr sér hrollinum þá?

„Ég ætla nú ekki að lofa neinu. Við erum með marga mjög unga leikmenn en okkur vantaði sem dæmi hæð í vörnina og söknum fyrirliða okkur Magnúsa Þórs og Ísak Óla og það hefði klárlega hjálpað okkur að hafa hæð eins og markinu þá erum við ekki með neinn til að dekka Sölva.
Athugasemdir
banner