Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 02. maí 2021 22:07
Sverrir Örn Einarsson
Sindri Kristinn: Það var klárlega hrollur í mönnum
Sindri átti góðan leik í marki Keflavíkur.
Sindri átti góðan leik í marki Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er mjög slæm. Við komum hingað til að sækja þrjú stig en það er bara gott að vera búinn með fyrsta leikinn. Það var klárlega hrollur í mönnum hérna, margir sem ekki hafa spilað í efstu deild,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur um tilfinninguna eftir 1-0 tap Keflavíkur gegn Víkingum fyrr í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

Leikurinn var kaflaskiptur hjá Keflvíkingum og um spilamennsku sinna manna sagði Sindri.

„Fyrri hálfleikur var bara hræðilegur. Það sást að það var mjög mikið stress í mönnum og ég held að við getum verið fegnir að vera búnir með þennan leik og nú er bara vegurinn upp á við.“

Joey Gibbs sem Keflvíkingar horfa á til sem síns helsta markaskorara náði ekki að skora í kvöld þrátt fyrir ágætt færi. Um hann sagði Sindri.

„Við fengum dauðafæri og Þórður varði vel. Joey GIbbs er markamaskína og hann mun klárlega skora. En hann eins og flestir aðrir þarf að ná hrollinum úr sér.“

Keflavík á heimaleik næst gegn Stjörnunni. Verða menn búnir að ná úr sér hrollinum þá?

„Ég ætla nú ekki að lofa neinu. Við erum með marga mjög unga leikmenn en okkur vantaði sem dæmi hæð í vörnina og söknum fyrirliða okkur Magnúsa Þórs og Ísak Óla og það hefði klárlega hjálpað okkur að hafa hæð eins og markinu þá erum við ekki með neinn til að dekka Sölva.
Athugasemdir
banner
banner
banner