Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 02. maí 2021 22:07
Sverrir Örn Einarsson
Sindri Kristinn: Það var klárlega hrollur í mönnum
Sindri átti góðan leik í marki Keflavíkur.
Sindri átti góðan leik í marki Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er mjög slæm. Við komum hingað til að sækja þrjú stig en það er bara gott að vera búinn með fyrsta leikinn. Það var klárlega hrollur í mönnum hérna, margir sem ekki hafa spilað í efstu deild,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur um tilfinninguna eftir 1-0 tap Keflavíkur gegn Víkingum fyrr í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

Leikurinn var kaflaskiptur hjá Keflvíkingum og um spilamennsku sinna manna sagði Sindri.

„Fyrri hálfleikur var bara hræðilegur. Það sást að það var mjög mikið stress í mönnum og ég held að við getum verið fegnir að vera búnir með þennan leik og nú er bara vegurinn upp á við.“

Joey Gibbs sem Keflvíkingar horfa á til sem síns helsta markaskorara náði ekki að skora í kvöld þrátt fyrir ágætt færi. Um hann sagði Sindri.

„Við fengum dauðafæri og Þórður varði vel. Joey GIbbs er markamaskína og hann mun klárlega skora. En hann eins og flestir aðrir þarf að ná hrollinum úr sér.“

Keflavík á heimaleik næst gegn Stjörnunni. Verða menn búnir að ná úr sér hrollinum þá?

„Ég ætla nú ekki að lofa neinu. Við erum með marga mjög unga leikmenn en okkur vantaði sem dæmi hæð í vörnina og söknum fyrirliða okkur Magnúsa Þórs og Ísak Óla og það hefði klárlega hjálpað okkur að hafa hæð eins og markinu þá erum við ekki með neinn til að dekka Sölva.
Athugasemdir
banner