Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 02. maí 2021 22:07
Sverrir Örn Einarsson
Sindri Kristinn: Það var klárlega hrollur í mönnum
Sindri átti góðan leik í marki Keflavíkur.
Sindri átti góðan leik í marki Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er mjög slæm. Við komum hingað til að sækja þrjú stig en það er bara gott að vera búinn með fyrsta leikinn. Það var klárlega hrollur í mönnum hérna, margir sem ekki hafa spilað í efstu deild,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur um tilfinninguna eftir 1-0 tap Keflavíkur gegn Víkingum fyrr í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

Leikurinn var kaflaskiptur hjá Keflvíkingum og um spilamennsku sinna manna sagði Sindri.

„Fyrri hálfleikur var bara hræðilegur. Það sást að það var mjög mikið stress í mönnum og ég held að við getum verið fegnir að vera búnir með þennan leik og nú er bara vegurinn upp á við.“

Joey Gibbs sem Keflvíkingar horfa á til sem síns helsta markaskorara náði ekki að skora í kvöld þrátt fyrir ágætt færi. Um hann sagði Sindri.

„Við fengum dauðafæri og Þórður varði vel. Joey GIbbs er markamaskína og hann mun klárlega skora. En hann eins og flestir aðrir þarf að ná hrollinum úr sér.“

Keflavík á heimaleik næst gegn Stjörnunni. Verða menn búnir að ná úr sér hrollinum þá?

„Ég ætla nú ekki að lofa neinu. Við erum með marga mjög unga leikmenn en okkur vantaði sem dæmi hæð í vörnina og söknum fyrirliða okkur Magnúsa Þórs og Ísak Óla og það hefði klárlega hjálpað okkur að hafa hæð eins og markinu þá erum við ekki með neinn til að dekka Sölva.
Athugasemdir