Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 02. maí 2021 15:01
Victor Pálsson
Svíþjóð: Ísak Bergmann lagði upp í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp mark fyrir Norrkoping í dag sem spilaði við Orebro í sænsku úrvalsdeildinni.

Ísak er orðinn afar mikilvægur hlekkur í liði Norrkoping og lagði upp annað -mark liðsins í sannfærandi 3-0 sigri.

Þetta var annar sigur Norrkoping í röð eftir 2-1 sigur á Halmstad í síðustu umferð. Liðið er með sjö stig eftir fjóra leiki.

Í leik Halmstad og Gautaborg þá var Kolbeinn Sigþórsson í byrjunarliði þess síðarnefnda.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Halmstad og spilaði Kolbeinn allan leikinn fyrir Gautaborg.

Í sænsku B-deildinni lék Böðvar Böðvarsson allan leikinn fyrir Helsingborg sem vann 1-0 heimasigur á Eskilstuna.

Helsingborg er taplaust eftir fjóra leiki og er með átta stig.

Bjarni Mark Antonsson lék einnig með liði Brage í sömu deild sem tapaði 1-0 gegn Vasalunds.
Athugasemdir
banner
banner
banner