Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   sun 02. júní 2019 21:16
Kristófer Jónsson
Gústi Gylfa: Hópurinn samstíga í verkefninu
Gústi var kampakátur eftir leik í dag.
Gústi var kampakátur eftir leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur sinna manna gegn FH í 7.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Fyrri hálfleik var daufur fannst mér og liðin að halda boltanum mikið. Við ákváðum að keyra upp tempóið í seinni hálfleik og gerðum það vel. Við þrýstum þeim inní þeirra teig og uppskárum fjögur frábær mörk." sagði Gústi eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

Breiðablik komst með sigrinum á topp deildarinnar þar sem að Skagamenn töpuðu í Vetsmannaeyjum.

„Þetta er frábær hópur og við erum allir samstíga um verkefnin sem að við erum að taka þátt í. Við erum í bikarnum og erum núna á toppnum og svo eftir mánuð förum við í Evrópukeppni þannig að það er gott að hafa breiðan hóp og lið sem er að delivera vel."

Andri Rafn Yeoman skoraði fyrsta mark Blika í dag og var valinn maður leiksins í dag. Hann hefur ekki verið þekktur fyrir markaskorun undanfarin ár.

„Ég setti hann bara framar á völlinn. Þegar að hann hefur verið djúpur hefur hann verið að fara svolítið í vörnina og sækja boltann. En þegar að hann er kominn framarlega á völlinn þá kemst hann ekkert aftar og er að skora mörk." sagði Gústi um fyrrnefndan Andra Rafn.

Nánar er rætt við Gústa í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner