Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   sun 02. júní 2019 21:16
Kristófer Jónsson
Gústi Gylfa: Hópurinn samstíga í verkefninu
Gústi var kampakátur eftir leik í dag.
Gústi var kampakátur eftir leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur sinna manna gegn FH í 7.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Fyrri hálfleik var daufur fannst mér og liðin að halda boltanum mikið. Við ákváðum að keyra upp tempóið í seinni hálfleik og gerðum það vel. Við þrýstum þeim inní þeirra teig og uppskárum fjögur frábær mörk." sagði Gústi eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

Breiðablik komst með sigrinum á topp deildarinnar þar sem að Skagamenn töpuðu í Vetsmannaeyjum.

„Þetta er frábær hópur og við erum allir samstíga um verkefnin sem að við erum að taka þátt í. Við erum í bikarnum og erum núna á toppnum og svo eftir mánuð förum við í Evrópukeppni þannig að það er gott að hafa breiðan hóp og lið sem er að delivera vel."

Andri Rafn Yeoman skoraði fyrsta mark Blika í dag og var valinn maður leiksins í dag. Hann hefur ekki verið þekktur fyrir markaskorun undanfarin ár.

„Ég setti hann bara framar á völlinn. Þegar að hann hefur verið djúpur hefur hann verið að fara svolítið í vörnina og sækja boltann. En þegar að hann er kominn framarlega á völlinn þá kemst hann ekkert aftar og er að skora mörk." sagði Gústi um fyrrnefndan Andra Rafn.

Nánar er rætt við Gústa í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir