Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
   sun 02. júní 2019 21:16
Kristófer Jónsson
Gústi Gylfa: Hópurinn samstíga í verkefninu
Gústi var kampakátur eftir leik í dag.
Gústi var kampakátur eftir leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur sinna manna gegn FH í 7.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Fyrri hálfleik var daufur fannst mér og liðin að halda boltanum mikið. Við ákváðum að keyra upp tempóið í seinni hálfleik og gerðum það vel. Við þrýstum þeim inní þeirra teig og uppskárum fjögur frábær mörk." sagði Gústi eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

Breiðablik komst með sigrinum á topp deildarinnar þar sem að Skagamenn töpuðu í Vetsmannaeyjum.

„Þetta er frábær hópur og við erum allir samstíga um verkefnin sem að við erum að taka þátt í. Við erum í bikarnum og erum núna á toppnum og svo eftir mánuð förum við í Evrópukeppni þannig að það er gott að hafa breiðan hóp og lið sem er að delivera vel."

Andri Rafn Yeoman skoraði fyrsta mark Blika í dag og var valinn maður leiksins í dag. Hann hefur ekki verið þekktur fyrir markaskorun undanfarin ár.

„Ég setti hann bara framar á völlinn. Þegar að hann hefur verið djúpur hefur hann verið að fara svolítið í vörnina og sækja boltann. En þegar að hann er kominn framarlega á völlinn þá kemst hann ekkert aftar og er að skora mörk." sagði Gústi um fyrrnefndan Andra Rafn.

Nánar er rætt við Gústa í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner