Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   sun 02. júní 2019 21:16
Kristófer Jónsson
Gústi Gylfa: Hópurinn samstíga í verkefninu
Gústi var kampakátur eftir leik í dag.
Gústi var kampakátur eftir leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur sinna manna gegn FH í 7.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Fyrri hálfleik var daufur fannst mér og liðin að halda boltanum mikið. Við ákváðum að keyra upp tempóið í seinni hálfleik og gerðum það vel. Við þrýstum þeim inní þeirra teig og uppskárum fjögur frábær mörk." sagði Gústi eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

Breiðablik komst með sigrinum á topp deildarinnar þar sem að Skagamenn töpuðu í Vetsmannaeyjum.

„Þetta er frábær hópur og við erum allir samstíga um verkefnin sem að við erum að taka þátt í. Við erum í bikarnum og erum núna á toppnum og svo eftir mánuð förum við í Evrópukeppni þannig að það er gott að hafa breiðan hóp og lið sem er að delivera vel."

Andri Rafn Yeoman skoraði fyrsta mark Blika í dag og var valinn maður leiksins í dag. Hann hefur ekki verið þekktur fyrir markaskorun undanfarin ár.

„Ég setti hann bara framar á völlinn. Þegar að hann hefur verið djúpur hefur hann verið að fara svolítið í vörnina og sækja boltann. En þegar að hann er kominn framarlega á völlinn þá kemst hann ekkert aftar og er að skora mörk." sagði Gústi um fyrrnefndan Andra Rafn.

Nánar er rætt við Gústa í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner