Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
banner
   sun 02. júní 2019 21:16
Kristófer Jónsson
Gústi Gylfa: Hópurinn samstíga í verkefninu
Gústi var kampakátur eftir leik í dag.
Gústi var kampakátur eftir leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-1 sigur sinna manna gegn FH í 7.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Fyrri hálfleik var daufur fannst mér og liðin að halda boltanum mikið. Við ákváðum að keyra upp tempóið í seinni hálfleik og gerðum það vel. Við þrýstum þeim inní þeirra teig og uppskárum fjögur frábær mörk." sagði Gústi eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

Breiðablik komst með sigrinum á topp deildarinnar þar sem að Skagamenn töpuðu í Vetsmannaeyjum.

„Þetta er frábær hópur og við erum allir samstíga um verkefnin sem að við erum að taka þátt í. Við erum í bikarnum og erum núna á toppnum og svo eftir mánuð förum við í Evrópukeppni þannig að það er gott að hafa breiðan hóp og lið sem er að delivera vel."

Andri Rafn Yeoman skoraði fyrsta mark Blika í dag og var valinn maður leiksins í dag. Hann hefur ekki verið þekktur fyrir markaskorun undanfarin ár.

„Ég setti hann bara framar á völlinn. Þegar að hann hefur verið djúpur hefur hann verið að fara svolítið í vörnina og sækja boltann. En þegar að hann er kominn framarlega á völlinn þá kemst hann ekkert aftar og er að skora mörk." sagði Gústi um fyrrnefndan Andra Rafn.

Nánar er rætt við Gústa í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner