Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 02. júní 2023 22:05
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Við erum svekktir og fyrir okkur eru þetta tvö töpuð stig
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ánægður svona heilt yfir með frammistöðuna. Mér fannst við vera miklu sterkari en þeir alveg frá upphafi, komumst yfir og fengum nokkra góða sénsa í fyrri hálfleik til að koma okkur í enn betri stöðu en svo skora þeir upp úr förstu leikatriði og það er blóðugt og svo vorum við bara að elta þetta allan tíman og inn vildi boltinn ekki." sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 1-1 jafnteflið við FH á Origo vellinum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 FH

„Við erum svekktir og fyrir okkur eru þetta tvö töpuð stig miða við hvernig frammistaðan var þá finnst mér við hafa átt að fá meira skilið út úr þessum leik."

Aron Jóhannsson fór útaf snemma leiks og Orri Hrafn Kjartansson kom inn á fyrir hann og þurfti síðan að fara útaf í hálfleik. Hver er staðan á þeim? 

„Ég bara veit það ekki. Hann fékk eitthvað tak aftan í. Það er búið að vera mikið álag og eins og réttilega hefur verið talað um, margir að meiðast og annað. Það er töluvert álag núna á liðunum og það er spilað mikið af leikjum."

„Orri Hrafn fær hné í læri frá einum leikmanni FH þegar boltinn var ekki nálægt sem var svolítið brutal þannig við þurftum að taka hann útaf."

Það hefur verið mikið leikjaálag á liðunum í deildinni síðustu daga og fá Valsmenn góða 9 daga pásu. Hvernig ætlar Arnar að nýta þessa pásu?

„Strákarnir fá kærkomið tveggja daga frí núna og svo er bara ný vika. Hefði verið skemmtilegra að fara inn í þessa tveggja daga með tvö fleiri stig en þetta er bara niðurstaðan og við verðum að sætta okkar við það."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner