Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fös 02. júní 2023 22:05
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Við erum svekktir og fyrir okkur eru þetta tvö töpuð stig
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ánægður svona heilt yfir með frammistöðuna. Mér fannst við vera miklu sterkari en þeir alveg frá upphafi, komumst yfir og fengum nokkra góða sénsa í fyrri hálfleik til að koma okkur í enn betri stöðu en svo skora þeir upp úr förstu leikatriði og það er blóðugt og svo vorum við bara að elta þetta allan tíman og inn vildi boltinn ekki." sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 1-1 jafnteflið við FH á Origo vellinum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 FH

„Við erum svekktir og fyrir okkur eru þetta tvö töpuð stig miða við hvernig frammistaðan var þá finnst mér við hafa átt að fá meira skilið út úr þessum leik."

Aron Jóhannsson fór útaf snemma leiks og Orri Hrafn Kjartansson kom inn á fyrir hann og þurfti síðan að fara útaf í hálfleik. Hver er staðan á þeim? 

„Ég bara veit það ekki. Hann fékk eitthvað tak aftan í. Það er búið að vera mikið álag og eins og réttilega hefur verið talað um, margir að meiðast og annað. Það er töluvert álag núna á liðunum og það er spilað mikið af leikjum."

„Orri Hrafn fær hné í læri frá einum leikmanni FH þegar boltinn var ekki nálægt sem var svolítið brutal þannig við þurftum að taka hann útaf."

Það hefur verið mikið leikjaálag á liðunum í deildinni síðustu daga og fá Valsmenn góða 9 daga pásu. Hvernig ætlar Arnar að nýta þessa pásu?

„Strákarnir fá kærkomið tveggja daga frí núna og svo er bara ný vika. Hefði verið skemmtilegra að fara inn í þessa tveggja daga með tvö fleiri stig en þetta er bara niðurstaðan og við verðum að sætta okkar við það."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner