fim 02. júlí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Árborg og ÍH fara vel af stað
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Raggi Óla
Þrír leikir fóru fram í 4. deildinni í gær. KFS og ÍH áttust við í spennandi slag í Vestmannaeyjum.

Gestirnir frá Hafnarfirði leiddu í hálfleik 0-2 en heimamenn komust aftur inn í leikinn. Daníel Már Sigmarsson minnkaði muninn og fékk Alex Birgir Gíslason rautt spjald í liði gestanna skömmu síðar.

ÍH náði þó að bæta þriðja markinu við þrátt fyrir að vera manni færri og meira var ekki skorað. ÍH er með sex stig eftir tvo leiki og KFS er með sex stig eftir þrjá.

Vatnaliljur mættu þá Afríku í sama riðli og höfðu betur 5-0. Afríka er stigalaust á botninum og eru Vatnaliljur með sex stig eftir þrjá leiki.

Í D-riðli átti Árborg leik við Smára. Steinar Sigurjónsson skoraði fyrir Sunnlendinga í upphafi síðari hálfleiks og innsiglaði Aron Freyr Margeirsson sigurinn undir lokin.

Árborg er með sex stig eftir tvær umferðir. Smári er með þrjú stig eftir þrjár.

A-riðill:
KFS 1 - 3 ÍH
0-1 Magnús Stefánsson ('36)
0-2 Atli Hrafnkelsson ('44)
1-2 Daníel Már Sigmarsson ('63)
1-3 Bergþór Snær Gunnarsson ('78)
Rautt spjald: Alex Birgir Gíslason, ÍH ('72)

Vatnaliljur 5 - 0 Afríka

D-riðill:
Árborg 2 - 0 Smári
1-0 Steinar Sigurjónsson ('52)
2-0 Aron Freyr Margeirsson ('90)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöflurnar að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner