Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 02. júlí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Werder Bremen berst við Heidenheim
Werder Bremen og Heidenheim mætast í kvöld í umspilsleik um laust sæti í efstu deild þýska boltans.

Bremen endaði í þriðja neðsta sæti Búndeslígunnar þökk sé 6-1 sigri gegn Köln í lokaumferðinni. Heidenheim endaði í þriðja sæti B-deildarinnar og því mætast liðin í tveimur umspilsleikjum.

Fyrri leikurinn fer fram í Bremen og sá seinni verður næsta mánudagskvöld í Heidenheim.

Arminia Bielefeld og Stuttgart fara beint upp í efstu deild í stað Fortuna Düsseldorf og Paderborn sem falla. Samúel Kári Friðjónsson kom við sögu í fimm deildarleikjum með Paderborn frá komu sinni í janúar.

Viaplay er með sýningarréttinn á þýska boltanum.

Leikur kvöldsins:
18:30 Werder Bremen - Heidenheim
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner