Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 02. júlí 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lið 8. umferðar: Fimm Maríur í liðinu
Anna María
Anna María
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María Eva
María Eva
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mary Alice
Mary Alice
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áttunda umferð Pepsi Max-deildar kvenna hófst á þriðjudag og lauk á miðvikudag. Stjarnan, Þróttur og Valur unnu sigra en jafnt var fyrir norðan, bæði á Sauðarkróki og í Þorpinu á Akuyeyri.

Stjarnan lagði Breiðablik á Kópavogsvelli og er með fjóra fulltrúa. Þrjár eru í liðinu og Kristján Guðmundsson er þjálfari úrvalsliðsins. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði bæði mörk Stjörnunnar gegn Íslandsmeisturunum. Anna María Baldursdóttir var best á vellinum og átti stoðsendingu í fyrra markinu, hún er í liðinu í 3. sinn í sumar. Þá er Arna Dís Arnþórsdóttir einnig í liðinu. Arna átti frábæran leik í hægri bakverðinum.

Þróttur vann 1-2 útisigur í Vestmannaeyjum. Íris Dögg Gunnarsdóttir var maður leiksins og varði tvær vítaspyrnur í leiknum. Katie Cousins er svo gott sem með áskrift að liði umferðarinnar. Hún átti flottan leik í eyjum og er í úrvalsliðinu í sjötta skiptið.



Valur vann 4-0 sigur á Keflavík í umferðinni og eru þrjár úr Valsliðinu í liði umferðarinnar. Elín Metta Jensen skoraði þrennu í leiknum, fyrsta þrenna sumarsins í deildinni. Mary Alice lagði upp þrjú mörk í leiknum og er að komast í góðan takt við Valsliðið. Þá er Málfríður Anna Eiríksdóttir í liðinu en hún átti mjög góðan leik inn á miðjunni.

Það var markalaust á Sauðárkróki þegar Selfoss kom í heimsókn. Þær María Dögg Jóhannesdóttir og Kristrún María Magnúsdóttir áttu góðan leik í vörn Tindastóls.

María Eva Eyjólfsdóttir var þá best á SaltPay vellinum á Akureyri þegar Fylkir og Þór/KA gerðu markalaust jafntefli.

Fyrri lið umferðarinnar:
1. umferð
2. umferð
3. umferð
4. umferð
5. umferð
6. umferð
7. umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner