sun 02. ágúst 2020 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Segja starf Conte í hættu - Allegri orðaður við Inter
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að starf Antonio Conte hjá Inter er í hættu eftir ummæli sem hann lét falla eftir 0-2 sigur gegn Atalanta í lokaumferð ítalska deildartímabilsins.

Conte lét vel í sér heyra eftir sigurinn og eru stjórnendur Inter ósáttir með ummælin. Þeir telja Conte vera vanþakklátan eftir að hafa gefið honum mikið svigrúm á tímabilinu.

Frétt af vefsíðu Gianluca Di Marzio greinir frá því að Massimiliano Allegri sé líklegastur til að taka við starfinu ef Conte verður rekinn.

Inter endaði í öðru sæti Serie A á leiktíðinni, einu stigi eftir toppliði Juventus.

Allegri hefur verið samningslaus síðan hann stýrði Juventus í fimm ár frá 2014 til 2019. Þar áður stýrði hann AC Milan, Cagliari og Sassuolo meðal annars.
Athugasemdir
banner
banner