Crystal Palace hefur keypt vængmanninn Ismaila Sarr frá Marseille fyrir um 12,5 milljónir punda. Þessi 26 ára leikmaður skrifaði undir fimm ára samning.
„Ég vil þakka þjálfaranum og íþróttastjóranum. Þeir sögðu mér frá verkefninu og ég var hrifinn," sagði Sarr.
„Ég vil þakka þjálfaranum og íþróttastjóranum. Þeir sögðu mér frá verkefninu og ég var hrifinn," sagði Sarr.
Sarr gekk í raðir Marseille frá Watford í júlí á síðasta ári. Sóknarleikmaðurinn skoraði 34 mörk í 131 leikjum fyrir Watford og skoraði fimm mörk og átti sex stoðsendingar í öllum keppnum fyrir Watford.
Sarr hefur skorað þrettán mörk í 64 leikjum fyrir Senegal sem vann Afríkukeppnina 2021 og þá hefur hann spilað á tveimur heimsmeistaramótum.
????????????#CPFC pic.twitter.com/n7wbMYThXH
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) August 1, 2024
Athugasemdir