
Aston Villa harðneitar að selja Watkins í sumar nema mjög hátt tilboð berist. Manchester United hefur sýnt honum sérstaklega mikinn áhuga.
Síðustu leikjum dagsins er lokið þar sem Aston Villa spilaði æfingaleik við Nashville SC í Bandaríkjunum.
Ollie Watkins gerði fyrsta markið fyrir gestina frá Englandi og tvöfaldaði Donyell Malen forystuna í síðari hálfleik áður en heimamenn jöfnuðu metin.
Sam Surridge, fyrrum leikmaður Bournemouth, Stoke City og Nottingham Forest, skoraði jöfnunarmarkið á 85. mínútu. Lokatölur 2-2.
Eintracht Frankfurt var einnig í Bandaríkjunum og gerði 2-2 jafntefli við Philadelphia Union. Frankfurt tók forystuna í tvígang en það dugði ekki til. Mörk frá Jonathan Burkardt og Elye reyndust ekki nóg.
Annað fjögurra marka jafntefli leit dagsins ljós þegar Galatasaray og Lazio áttust við í hörkuslag. Lucas Torreira, fyrrum leikmaður Arsenal og Sampdoria, skoraði bæði mörk tyrkneska stórveldisins á meðan Mattia Zaccagni komst á blað í liði Lazio.
Davinson Sánchez, fyrrum leikmaður Tottenham, var í byrjunarliði Galatasaray og skoraði sjálfsmark.
Roma lagði Lens þá að velli og gerði Marseille jafntefli við Sevilla. Borussia Mönchengladbach hafði betur gegn Valencia og Cagliari sigraði St. Etienne.
Orri Steinn Óskarsson var að lokum ekki í hóp hjá Real Sociedad sem gerði jafntefli við Rennes.
Nashville SC 2 - 2 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins ('18)
0-2 Donyell Malen ('64)
1-2 M. Corcoran ('76)
2-2 Sam Surridge ('85)
Philadelphia Union 2 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Jonathan Burkardt ('3)
1-1 B. Damiani ('41)
1-2 Elye Wahi ('61)
2-2 C. Donovan ('73)
Galatasaray 2 - 2 Lazio
1-0 Lucas Torreira ('10)
1-1 Davinson Sanchez ('33, sjálfsmark)
1-2 Mattia Zaccagni ('45+1)
2-2 Lucas Torreira ('74)
Lens 0 - 2 Roma
0-1 Gianluca Mancini ('14)
0-2 Matias Soule ('55)
Marseille 1 - 1 Sevilla
Real Sociedad 1 - 1 Rennes
Gladbach 2 - 0 Valencia
Cagliari 1 - 0 St. Etienne
Athugasemdir