Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Newcastle séu ósáttir við sænska sóknarmanninn Alexander Isak.
Isak, sem er einn besti sóknarmaður í heimi, hefur tjáð Newcastle það að hann vilji yfirgefa félagið en Liverpool hefur mikinn áhuga á honum.
Isak, sem er einn besti sóknarmaður í heimi, hefur tjáð Newcastle það að hann vilji yfirgefa félagið en Liverpool hefur mikinn áhuga á honum.
Isak fór ekki með Newcastle í æfingaferð og er núna að æfa á æfingasvæði Real Sociedad á Spáni.
Það hefur ekki kætt stuðningsmenn Newcastle að hann vilji fara frá félaginu og hvað þá í annað lið í ensku úrvalsdeildinni. Einn stuðningsmaður ákvað að senda skýr skilaboð við æfingasvæði Newcastle.
Hann mætti þar með lak sem hann var búinn að krota á. „Isak er algjör rotta," stóð á því en það var við æfingasvæði félagsins.
Mynd má sjá hér fyrir neðan.
Newcastle fans made a banner calling Isak a “rat” over his potential transfer to Liverpool. ???? pic.twitter.com/3mklarBa6n
— The Anfield Buzz (@TheAnfieldBuzz) July 31, 2025
Athugasemdir