Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rob Holding eltir Sveindísi til Bandaríkjanna (Staðfest)
Rob Holding.
Rob Holding.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski miðvörðurinn Rob Holding er genginn í raðir Colorado Rapids í Bandaríkjunum.

Holding mun því spila í sama landi og kærasta hans, landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir sem spilar fyrir Angel City. Þess má geta að það tekur um tvo tíma að fljúga frá Los Angeles til Colorado.

Hann fór í læknisskoðun í gær og er búinn að skrifa undir samning. Félagið er í eigu Kroenke fjölskyldunnar sem á einnig Arsenal þar sem Holding spilaði áður.

Þjálfari Colorado er Chris Armas sem er þekktastur fyrir tíma sinn sem aðstoðarmaður Ralf Rangnick hjá Manchester United. Hann er maðurinn sem var alltaf með AirPods á bekknum.

Holding er 29 ára og var á láni hjá Sheffield United frá Crystal Palce á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner