Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hafna tilboði Everton í Dibling - Vilja 40 milljónir punda
Mynd: EPA
Southampton hefur hafnað tilboði Everton í miðjumanninn Tyler Dibling.

Sky Sports greinir frá því að tilboðið hafi hljóðað upp á um það bil 27 miilljónir punda.

Greint var frá því fyrr á þessu ári að Southampton vildi fá 100 milljónir punda fyrir þennan 19 ára gamla leikmann.

Sky Sports segir hins vegar að Southampton sé núna tilbúið að samþykkja að selja hann fyrir 40 milljónir punda.

Dibling spilaði 33 leiki og skoraði tvö mörk þegar Southampton féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner