KA fékk Silkeborg í heimsókn í seinni leik liðanna í Forkeppni Sambandsdeildarinnar á Greifavelli fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-3 þeim dönsku í vil eftir framlengingu og hetjulega baráttu KA.
Lestu um leikinn: KA 2 - 3 Silkeborg
„Svekkelsi og stolt. Eftir því sem líður lengra frá leiknum mun stoltið vaxa. Við gáfum Silkeborg tvo ótrúlega flotta leiki. Grátlega nálægt því að vinna þá og svo grátlega nálægt því að fara með þá í vítaspyrnukeppni."
„Við lendum undir, en komum til baka og jöfnum. Hefðum átt að vinna, fáum góð færi, en við gerðum ótrúlega vel og við sýndum hvað við getum þegar við leggjum okkur fram."
„En þeir galdra fram skot fyrir utan teig með rist; sláin, jörðin, skeytin. Við held ég klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni."
Þegar þið jafnið í stöðuna 2-2, hugsaðiru að þið mynduð vinna leikinn?
„Ég hugsaði að við ættum góða möguleika. Mómentið var með okkur. Þegar það var lítið eftir, þá hélt ég að þetta myndi fara í vítaspyrnukeppni."
Það er nóg hægt að taka úr þessari viðureign.
„Nú vitum við hvað við getum, nú þurfum við að taka þetta með okkur í deildina, það er verk að vinna þar. Þar erum við í skemmtilegu verkefni, það eru tvö stig niður í fall og þrjú stig í topp sex."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir