PSG hefur fengið 150 þúsund evru sekt vegna hegðunnar stuðningsmanna liðsins á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð sem PSG vann 5-0 gegn Inter.
Stuðningsmennirnir eru sakaðir um að taka grasflöt af vellinum og vera með borða sem á stóð 'UEFA Mafía'.
UEFA sagði að aganefnd hennar hefði dæmt í sex ákæruliðum, þar á meðal að „miðla skilaboðum sem eru ekki hæf íþróttaviðburði“ og að „sýna UEFA óvirðingu“.
PSG þurfti að borga 10 þúsund evru sekt vegna óviðeigandi skilaboða stuðningsmanna en stærsti hluti 150 þúsund evru sektarinnar var vegna þess að þeir brutu sér leið inn á völlinn í leikslok og kveiktu í flugeldum.
Athugasemdir