Á fimmtudag mættust U19 ára lið Lyngby og FCK í Danmörku. Það er venjulega ekki til frásögu færandi hér á Fótbolti.net en þessi leikur var nokkuð áhugaverður fyrir okkur Íslendinga þar sem fimm íslensk mörk voru skoruð í leiknum.
FCK vann leikinn 4-3. Viktor Bjarki Daðason skoraði tvö mörk fyrir FCK og Gunnar Orri Olsen eitt. Jakob Gunnar Sigurðsson skoraði þá tvö mörk fyrir Lyngby í leiknum.
FCK vann leikinn 4-3. Viktor Bjarki Daðason skoraði tvö mörk fyrir FCK og Gunnar Orri Olsen eitt. Jakob Gunnar Sigurðsson skoraði þá tvö mörk fyrir Lyngby í leiknum.
Viktor Bjarki er uppalinn Framari sem FCK keypti á síðasta ári. Hann er fæddur árið 2008. Hann á að baki 20 unglingalandsleiki, þar af fjóra fyrir U19.
Gunnar Orri er uppalinn Stjörnumaður sem fór sömuleiðis er fæddur árið 2008 og var keyptur til FCK í fyrra. Hann á sömuleiðis að baki 20 unglingalandsleiki, þar af einn fyrir U19.
Jakob Gunnar er Húsvíkingur, fæddur árið 2007, sem er á láni hjá Lyngby frá KR. Fyrri hluta tímabilsins á Íslandi var hann hjá Þrótti í Lengjudeildinni. Hann á að baki sex unglingalandsleiki.
Athugasemdir