Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 15:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA endurheimtir Jóan eftir langt bann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóan Símun Edmundsson verður í leikmannahópi KA þegar Silkeborg kemur í heimsókn á Greifavöllinn í kvöld. Jóan var ekki með í fyrri leik liðanna þar sem hann var í leikbanni. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:00 og er staðan í einvíginu 1-1 eftir fyrri leikinn.

Færeyingurinn fékk að líta rauða spjaldið í leik KA gegn Club Brugge sumarið 2023 og tók út leikbann fyrir það spjald í síðustu viku.

„Hann er kominn í hópinn, hann því miður var í leikbanni. Ég viðurkenni það að við áttuðum okkur ekki á því, og ekki hann heldur, fyrr en fyrir nokkrum vikum síðan að hann yrði í banni.

„Hann fékk eitthvað mjög furðulegt rautt spjald á 90. mínútu á móti Club Brugge fyrir tveimur árum þegar við vorum 5-1 undir. Hann kemur inn í seinni leikinn sem er mjög gott, hann er vanur að spila stóra leiki á háu getustigi og það mun pottþétt hjálpa okkur,"
sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, við Fótbolta.net í gær.

Jóan átti góðan leik, og skoraði, þegar KA vann ÍA í Bestu deildinni fyrir einni og hálfri viku síðan.
Athugasemdir
banner
banner