Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Milner skiptir um númer til heiðurs Diogo Jota
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
James Milner, leikmaður Brighton, hefur ákveðið að skipta um treyjunúmer til heiðurs Diogo Jota, fyrrum liðsfélaga hans hjá Liverpool.

Jota og bróðir hans Andre Silva, létust í bílslysi á Spáni fyrir mánuði síðan en Jota var á leið í ferju til Liverpool eftir sumarfrí.

Milner var með númer sex á bakinu hjá Brighton en verður með númer 20 á komandi leiktíð en það er númerið sem Jota var með hjá Liverpool.

„Þegar ég heyrði að Carlos Baleba væri að skoða að breyta númerinu sínu og 20 var laust vildi ég gera þetta sem virðingarvott og auðvitað votta Diogo Jota virðingu. Hann var frábær leikmaður sem ég var lánsamur að hafa fengið að spila með og mikill vinur líka," sagði Milner.

„Það er mikill heiður að vera með númerið hans í úrvalsdeildinni í ár."

Milner og Jota spiluðu saman hjá Liverpool frá 2020-2023.


Athugasemdir
banner
banner
banner