Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
West Ham leggur fram tilboð í markvörð Botafogo
Mynd: EPA
West Ham er í leit að markverði eftir að Lukasz Fabianski yfirgaf félagið.

Mads Hermansen, markvörður Leicester, hefur verið orðaður við félagið. Fabrizio Romano greinir frá því að West Ham hafi lagt fram tilboð í John Victor markvörð Botafogo.

Victor er brasilískur 29 ára gamall markvörður sem gekk til liðs við Botafogo frá uppeldisfélaginu sínu, Santos, í fyrra.

Galatasaray og Everton hafa einnig áhuga á honum þá hefur Man Utd verið að fylgjast með gangi mála en Gianluigi Donnarumma, markvörður PSG, hefur verið orðaður við United.
Athugasemdir
banner
banner