Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
   fim 31. júlí 2025 22:28
Anton Freyr Jónsson
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Býst við góðum móttökum á Bröndby stadium
Sölvi Geir þjálfari Víkinga
Sölvi Geir þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líður frábærlega. Þetta var strembið, átti svo sannarlega ekki að vera strembið miðavið spilamennskuna okkar. Við vorum frábærir í dag" sagði Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga eftir 4-2 sigur á Vllaznia á Víkingsvelli í kvöld og eru Víkingar nú komnir áfram í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  2 Vllaznia

„Við löggðum upp leikinn þannig að við ætluðum að herja á þá og koma með mikið af fyrirgjöfum og ekki gefa þeim neitt andrými og við svo sannarlega gerðum það. Við fáum tvö víti á okkur sem gerist bara í fótbolta en ég er bara virkilega sáttur með heildar frammistöðuna hjá liðinu í kvöld."

Víkingar voru með öll völd á vellinum í 120 mínútur og hefði liðið geta klárað dæmið í venjulegum leiktíma. Var óþarfi að fara með þetta alla leið í 120 mínútur. 

„Miðavið leikjaprógramið sem við erum í núna þá viltu losna við auka mínútur af fótboltaleik en svona er bara stundum fótboltinn, það skiptir ekki alltaf máli að þó að þú sért með svona mikla yfirburði og átt að vera búin að klára þetta að þá er fótbolti það skemmtilegur og þessvegna er hann svona skemmtilegu.Við erum búnir að vera í miilli leikjatörn núna og það var ekki að sjá á liðinu mínu hér í kvöld."

Víkingar eru komnir áfram í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar og mæta Bröndby í næstu umferð. Fyrri leikur liðanna fer fram á Víkingsvelli eftir viku. Víkingur mætir FH í millitíðinni í Bestu deildinni um helgina. Hvernig lýst Sölva á framhaldið og næsta anstæðing í Sambandsdeildinni?

„Þetta er bara áskorun og gaman, við erum með stóran og breiðan hóp og núna bara reynir á hann og við erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi."

„Það er FH leikur þarna á milli Bröndby leiksins og við einbeitum okkur fyrst að honum og síðan eftir sunnudaginn höfum við nokkra daga til þess að rýna í Bröndby en vissulega skemmtilegur andstæðingur og fyrir mig persónulega þar sem ég spilaði fyrir erkifjendur þeirra í FCK þannig ég býst við góðum móttökum þegar ég mæti á Bröndby stadium og þetta er bara hökulið og það sem er skemmtilegt við Evrópuna er að þú færð að máta þig við stærri lið á þesusm kaliberi eins og við höfum gert undanfarið í Evrópu og þetta er test til þess að sjá hvar við stöndum gegn þessum liðum."

Nánar var rætt við Sölva í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner