Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fim 31. júlí 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wolfe á leið til Wolves
Mynd: EPA
Wolves hefur náð samkomulagi við AZ Alkmaar um kaupverð á norska vinstri bakverðinum David Molleer Wolfe.

Sky Sports greinir frá því að Wolves borgar 10 milljónir punda fyrir hann og 2,1 milljón punda í aukagreiðslur.

Hann hefur kvatt liðsfélaga sína hjá AZ og er á leið til Englands í læknisskoðun.

Moller er 23 ára gamall en hann gekk til liðs við AZ árið 2023 frá Brann. Hann hefur spilað 12 landsleiki og skorað eitt mark fyriir norska landsliðið.
Athugasemdir
banner