KA 2 - 3 Silkeborg
0-0 Tonni Adamsen ('6 , misnotað víti)
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('34 , víti)
1-1 Tonni Adamsen ('54 )
1-2 Tonni Adamsen ('62 )
2-2 Viðar Örn Kjartansson ('85 )
2-3 Tonni Adamsen ('114 )
Lestu um leikinn
0-0 Tonni Adamsen ('6 , misnotað víti)
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('34 , víti)
1-1 Tonni Adamsen ('54 )
1-2 Tonni Adamsen ('62 )
2-2 Viðar Örn Kjartansson ('85 )
2-3 Tonni Adamsen ('114 )
Lestu um leikinn
KA fékk Silkeborg í heimsókn í seinni leik liðanna í Forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Fyrri leikurinn var frábær hjá KA þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin 1-1 með marki í uppbótatíma.
Staðan var því jöfn í einvíginu þegar leikurinn hófst í kvöld. Það var erfið byrjun fyrir KA þar sem Silkeborg fékk vítaspyrnu strax í upphafi. Steinþór Már Auðunsson gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði spyrnuna frá Tonni Adamsen.
KA fékk síðan víti eftir rúmlega hálftíma leik þegar Nicolai Larsen, markvörður Silkeborg, braut á Ívari Erni Árnasyni. Hallgrímur Mar Steingrímsson steig á punktinn og skoraði og kom KA yfir.
Silkeborg tókst að jafna snemma í seinni hálfleik og þar var að verki Tonni Adamsen sem bætti upp fyrir vítaklúðrið. Hann var svo aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hann komst í gegn og vippaði yfir Steinþór Má og í netið og kom danska liðinu yfir.
Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður og hann skoraði á opið markið eftir fyrirgjöf frá Ásgeiri Sigurgeirssyni undir lok venjulegs leiktíma, hans fyrsta mark í sumar.
Fleiri mörk urðu ekki skoruð í seinni hálfleik og því þurfti að framlengja. Adamsen fullkomnaði þrennu sína undir lok framlengingarinnar þegar hann skoraði glæsilegt mark, skot fyrir utan teiginn og boltinn fór í slá og inn.
Ásgeir var hársbreidd frá því að jafna metin stuttu síðar en átti skot í stöngina. Nær komust KA menn ekki og eru því úr leik.
Athugasemdir