lau 02. ágúst 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikir: Minteh með tvö fyrir Brighton - Leeds og Villarreal skildu jöfn
Yankuba Minteh skoraði bæði mörk Brighton
Yankuba Minteh skoraði bæði mörk Brighton
Mynd: EPA
Yankuba Minteh skoraði bæði mörk Brighton sem gerði 2-2 jafntefli við Southampton í æfingaleik í dag.

Minteh, sem kom að tólf mörkum með Brighton á síðustu leiktíð, skoraði fyrra mark sitt á 25. mínútu og bætti síðan við öðru hálftíma fyrir leikslok.

Hinn 18 ára gamli Jay Robinson minnkaði muninn fyrir Southampton á 69. mínútu áður en Adam Armstrong jafnaði úr vítaspyrnu tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Leeds og Villarreal gerðu 1-1 jafntefli á Elland Road. Etta Eyong skoraði mark spænska liðsins á 62. mínútu áður en hollenski framherjinn Joel Piroe jafnaði fimm mínútum síðar. Leeds mætir AC Milan í síðasta leik undirbúningstímabilsins eftir viku.

Stoke vann nýliða Burnley, 1-0. Ben Wilmot skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu. Burnley spilar næst við Lazio en sá leikur fer fram eftir viku á Turf Moor.

Sunderland tapaði þá fyrir Real Betis, 1-0. Aitor Ruibal gerði sigurmarkið fimmtán mínútum fyrir leikslok. Granit Xhaka, sem samdi við Sunderland á dögunum, byrjaði á miðsvæðinu.

Nathan Collins, nýr fyrirliði Brentford, fagnaði nýja hlutverkinu með því að skora sigurmark liðsins í 1-0 sigri á QPR. Eins og kom fram fyrr í dag þá spilaði Yoane Wissa ekki með Brentford, en hann reynir allt sem hann getur til þess að þvinga fram sölu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner