„Þetta var eins og týpískur bikarleikur, þetta var fram og til baka. VIð erum hæstánægðir með sigurinn," sagði Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, eftir sigur liðsins á Greifavellinum gegn KA í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Lestu um leikinn: KA 2 - 3 Silkeborg
Hallgrímur Mar Steingrímsson sá til þess að KA var með 1-0 forystu í hálfleik. Silkeborg náði að komast yfir en Viðar Örn Kjartansson skoraði jöfnunarmark og kom KA í framlengingu.
„Ég er svolítið pirraður því við fengum góð færi sérstaklega í stöðunni 0-0 svo þegar við vorum 2-1 yfir. Svona er fótboltinn, KA gerði þetta að alvöru slag. Þetta var spennandi leikur að horfa á."
Silkeborg fékk mikla gagnrýni í dönskum fjölmiðlum eftir jafntefli liðanna í fyrri leiknum.
„Þetta er alltaf gleði. Þú finnur fyrir létti því þú ert hræddur við utanaðkomandi skoðanir, við erum ekki þar. Við vitum hverju allir bjuggust við. Aðalatriðið í svona leikjum er að komast áfram. Við stóðum okkur í tveimur leikjum og vorum betri aðilinn yfir þessa tvo leiki svo við erum ánægðir með það. Það er ekki léttir heldur gleði að við erum að fara spila á móti pólska liðinu á fimmtudaginn."
Tonni Adamsen skoroaði þrennu fyrir Silkeborg eftir að hafa klúðrað víti snemma í leiknum.
„Hann fékk góð færi fyrr í leiknum og klikkaði á víti. Þriðja markið var algjört draumaskot. Ef þú spyrð hann þá mun hann segja að hann væri svekktur að hann hafi ekki gert betur."
Athugasemdir