lau 02. ágúst 2025 16:06
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Dramatík á Þjóðhátíð
Alex Freyr skoraði dramatískt sigurmark Eyjamanna
Alex Freyr skoraði dramatískt sigurmark Eyjamanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 2 - 1 KR
1-0 Vicente Rafael Valor Martínez ('11 , víti)
1-1 Amin Cosic ('26 )
2-1 Alex Freyr Hilmarsson ('90 )
Lestu um leikinn

ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á KR í Þjóðhátíðarleiknum í 17. umferð Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. Það var fyrirliði heimamanna, Alex Freyr Hilmarsson, sem tryggði sigurinn undir lok leiks.

Eyjamenn fengu víti snemma leiks er Finnur Tómas Pálmason braut á Sverri Pál Hjaltested í teignum. Vicente Valor skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.

Fimmtán mínútum síðar jöfnuðu KR-ingar en það var nýi maðurinn, Amin Cosic, sem gerði sitt fyrsta mark fyrir félagið og það með stæl eftir sendingu frá Matthias Præst.

Halldór Snær Georgsson, markvörður KR, varði tvisvar mjög vel frá Hermanni Þór Ragnarssyni sem slapp í gegn þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum.

Staðan í hálfleik 1-1 í fjörugum leik þar sem bæði lið fengu færi til þess að skora fleiri mörk.

Eyjamenn fengu fullt af sénsum í þeim síðari. Hermann átti skot í utanverðu stöngina og þá fór Oliver Heiðarsson illa með algert dauðafæri.

Halldór Snær átt aðra góða vörslu átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma eftir lúmskt skot frá varamanninum Þorláki Breka Baxter og hélt KR-ingum áfram inn í leiknum.

Sigurmark lá í loftinu og kom það á lokamínútum leiksins. Arnar Breki Gunnarsson kom boltanum á Bjarka Björn Gunnarsson sem lagði hann síðan fyrir Alex sem potaði boltanum í markið. Dramatík á Þjóðhátíð og fögnuðu Eyjamenn af mikilli ástríðu.

Frábær sigur hjá Eyjamönnum sem eru í 7. sæti með 21 stig á meðan KR er í 11. sæti með aðeins 17 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 16 10 3 3 42 - 21 +21 33
2.    Víkingur R. 16 9 4 3 29 - 18 +11 31
3.    Breiðablik 16 9 4 3 28 - 21 +7 31
4.    Fram 16 7 3 6 25 - 21 +4 24
5.    Stjarnan 16 7 3 6 29 - 27 +2 24
6.    Vestri 16 7 1 8 15 - 14 +1 22
7.    ÍBV 17 6 3 8 16 - 24 -8 21
8.    Afturelding 16 5 4 7 19 - 24 -5 19
9.    FH 16 5 3 8 26 - 23 +3 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 17 4 5 8 37 - 40 -3 17
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Athugasemdir
banner