lau 02. ágúst 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conor Coady til Wrexham (Staðfest)
Mynd: Wrexham
Wrexham hefur staðfest komu Conor Coady frá Leicester.

Kaupverðið er 2 milljónir punda og þessi 32 ára gamli varnarmaður skrifar undir tveggja ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar.

Coady er uppalinn hjá Liverpool en hann er með reynslu úr úrvalsdeildinni með Wolves, Everton og Leicester en hann féll með Leicester á síðustu leiktíð. Hann mun mæta Leicester í Championship deildinni með Wrexham sem komst upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð.

Coady var mjög hrifinn af umgjörðinni hjá Wrexham og ákvað að ganga til liðs við félagið þrátt fyrir áhuga frá Rangers.


Athugasemdir
banner