Wrexham hefur staðfest komu Conor Coady frá Leicester.
Kaupverðið er 2 milljónir punda og þessi 32 ára gamli varnarmaður skrifar undir tveggja ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar.
Kaupverðið er 2 milljónir punda og þessi 32 ára gamli varnarmaður skrifar undir tveggja ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar.
Coady er uppalinn hjá Liverpool en hann er með reynslu úr úrvalsdeildinni með Wolves, Everton og Leicester en hann féll með Leicester á síðustu leiktíð. Hann mun mæta Leicester í Championship deildinni með Wrexham sem komst upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð.
Coady var mjög hrifinn af umgjörðinni hjá Wrexham og ákvað að ganga til liðs við félagið þrátt fyrir áhuga frá Rangers.
Conor has a message for you, Reds ????
— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) August 1, 2025
?????? #WxmAFC pic.twitter.com/7z1OnRCnYE
Athugasemdir