lau 02. ágúst 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Ætla að fá Rodrygo ef Isak kemur ekki
Rodrygo
Rodrygo
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Liverpool hafa sett sig í samband við umboðsmenn brasilíska leikmannsins Rodrygo, sem er á mála hjá Real Madrid á Spáni en það er ESPN í Brasilíu sem greinir frá þessu í dag.

Fréttirnir koma í kjölfarið af höfnun Newcastle á 110 milljóna punda tilboði Liverpool í Alexander Isak.

Liverpool hefur áfram áhuga á Isak en mun ekki gera annað tilboð nema afstaða Newcastle breytist.

ESPN segir Liverpool tilbúið að skoða aðra kosti í glugganum og einn þeirra er Rodrygo, leikmaður Real Madrid.

Þessi 24 ára gamli sóknarmaður má fara frá Madrídingum í sumar, en hann gæti verið falur 70-80 milljónir punda.

Liverpool á að hafa sett sig í samband við föruneyti Rodrygo á dögunum og að hann hafi gefið grænt ljós á að fara til enska félagsins.

AS og ESPN segja að tilboð sé væntanlegt á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner