
Franski framherjinn Randal Kolo Muani er eftirsóttur, Alejandro Garnacho vill komast til Chelsea og þá er skotmark Manchester United að framlengja samning sinn á Spáni. Allt þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins.
Tottenham, Manchester United og Newcastle eru að fylgjast með stöðu Randal Kolo Muani (26), framherja Paris Saint-Germain, en tafir hafa verið á viðræðum hans við ítalska félagið Juventus. (Le Parisien)
Alejandro Garnacho (21), vængmaður Manchester United og argentínska landsliðsins, vill enn fara til Chelsea, en markmið hans er að komast frá United í glugganum. (Fabrizio Romano)
Það er komið babb í bátinn í viðræðum Chelsea við Leipzig um hollenska landsliðsmanninn Xavi Simons (22) þar sem þýska félagið hefur ekki áhuga á að fá leikmann í skiptum. (Sun)
Valencia er að ganga frá nýjum samningi við spænska miðjumanninn Javi Guerra (22), en hann hefur verið orðaður við AC Milan og Manchester United síðustu vikur. (Marca)
West Ham hefur lagt fram 6,9 milljóna punda tilboð í John Victor (29), markvörð Botafogo í Brasilíu. Galatasaray, Everton og Manchester United eru einnig sögð áhugasöm. (Fabrizio Romano)
Lyon er í viðræðum við Liverpool um enska miðjumanninn Tyler Morton (22). (Sky Sports)
Manchester City er reiðubúið að selja ensku miðjumennina Jack Grealish (29), James McAtee (22) og Kalvin Phillips (29). Þýski markvörðurinn Stefan Ortega (32) má einnig fara frá félaginu. (Athletic)
Yann Bisseck (24), miðvörður Inter á Ítalíu, hefur hafnað því að ganga í raðir Crystal Palace eftir að 28 milljóna punda tilboð enska félagsins var samþykkt. (Gazzetta dello Sport)
Atalanta hefur hafnað 36,5 milljóna punda tilboði Inter í nígeríska vængmanninn Ademola Lookman. Atalanta vill að minnsta kosti 43,5 milljónir punda fyrir þennan 27 ára gamla leikmann)
Middlesbrough hefur náð samkomulagi við Blackburn Rovers um enska hægri bakvörðinn Callum Brittain (27). Kaupverðið nemur um 3,5 milljónum punda. (Sky Sports)
Athugasemdir