Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 01. ágúst 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Melissa Garcia í fjórða félagið sitt á Íslandi (Staðfest)
Kvenaboltinn
Melissa Alison Garcia.
Melissa Alison Garcia.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Melissa Alison Garcia hefur núna snúið aftur til Íslands í fjórða sinn en hún er búin að semja við Keflavík.

Melissa er sóknarþenkjandi leikmaður sem getur þó spilað margar stöður á vellinum.

Hún lék í fyrra með Þrótti í Bestu deildinni og skoraði þá þrjú mörk í ellefu leikjum í Bestu deildinni.

Melissa kom fyrst til Íslands 2020 og spilaði þá með Haukum, en hún lék þá með Tindastóli 2022 og 2023.

Núna er hún mætt í Keflavík sem er í áttunda sæti Lengjudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner