Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fim 31. júlí 2025 22:17
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er erfið, langaði svo að vinna þennan leik og við vorum komin hárskref á leið en á sama skapi er ég gríðarlega ánægður með mitt lið, þær voru frábærar. Þær lögðu sig meira en hundrað prósent í verkefnið, maður verður hálf klökkur" sagði Jón Ólafur eftir tap á útivelli gegn Breiðablik.

Jón Ólafur um þegar hvað gerðist eftir að ÍBV skora annað markið sitt

„Reynsluleysi kannski. Maður gerir sig ekki grein fyrir þegar maður stendur hér fyrir utan og ekki grein fyrir hvað gerist inn á vellinum alveg nákvæmlega. Mig grunar kannski að við ætlað okkur aðeins of mikið í stað þess að vara okkur á hættunni. Þegar Breiðablik fær á sig mark númer tvö þá koma þær enn þá beinskeyttari upp og við vorum kannski ekki alveg tilbúnar í það á þessari stundu".


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 ÍBV

Jón Ólafur var ánægður með karakterinn í stelpunum

„Maður verður hálf klökkur, karakterinn í þessum stelpum er rosalegur og það er stórkostlegt að þjálfa þær. Það getur verið spáð og spekúlerað af hverju við þurfum hlaupa í dag, lyfta á morgun eða taka aukaæfingar, það er mætt og hlutirnir gerðir. Það er fagmennska yfir þeim þrátt fyrir reynsluleysi. Það er þessi karakter í þessum stelpum sem fleytir þeim svona langt".

Jón Ólafur var stoltur af sínum stelpum

„Stoltur af mínum leikmönnum, hefði kannski sjálfur mátt gera aðeins betur. Hrikalega sár og svekktur að hafa ekki unnið þennan leik". 


Athugasemdir
banner