Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Annar bikar í safnið"
Tottenham lyfti bikar í dag.
Tottenham lyfti bikar í dag.
Mynd: Tottenham
Tottenham fór með sigur af hólmi í æfingaleik í Hong Kong í dag. Pape Matar Sarr skoraði sigurmarkið nánast frá miðju.

Það er athyglisvert að eftir leikinn lyfti Tottenham bikar.

„Annar bikar í safnið," skrifar Spurs við færslu á samfélagsmiðlum við mynd af bikarafhendingunni.

Þetta var leikurinn um Herbalgy bikarinn en það var styrktaraðilinn á bak við þennan leik.

Þetta er annar bikarinn sem Tottenham vinnur á skömmum tíma en liðið fór með sigur af hólmi í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð eftir sigur á Manchester United í úrslitaleik.


Enski boltinn - Tottenham verður besta liðið í Evrópu
Athugasemdir
banner
banner
banner